Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 09:37 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. vísir/vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Jón Baldvin neitaði sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann var sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Fréttablaðið greindi fyrst frá niðurstöðu héraðsdóms. Aðalmeðferð málsins fór fram 11. október og fór héraðssaksóknari fram á Jón Baldvin yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafðist Carmen einnar milljónar króna í miskabætur en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Carmen Jóhannsdóttir.Mynd/Raul Baldera Ber ekki saman um atburðarásina Atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Mæðgurnar Carmen og Laufey Ósk Arnórsdóttur voru í heimsókn ásamt yngri systur Carmenar yfir helgi en þær voru búsettar annars staðar á Spáni. Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni voru viðstödd umræddan kvöldverð en þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld. Að sögn Carmenar og Laufeyjar káfaði Jón Baldvin á rassi þeirrar fyrrnefndu utanklæða við borðhaldið þegar Carmen hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi síðan sest aftur niður, í áfalli að eigin sögn, en það var þá móðir hennar sem sagði Jóni Baldvini að biðja hana afsökunar. Hann hafi spurt á hverju og hún þá sagt að hún hafi séð hann káfa á rassi dóttur sinnar. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Telur mögulegt að hann hafi verið leiddur í gildru Líkt og fyrr segir þá neitar Jón Baldvin alfarið sök í málinu og velti hann upp tveimur skýringum í dómssal. Annars vegar að mæðgunum hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að málið hafi verið undirbúið af þeim fyrir fram og þær komið í heimsókn til þess að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Að sögn Jóns Baldvins spratt Laufey á fætur fyrirvaralaust þegar um mínúta var liðin af borðhaldinu og fór fram með ásakanirnar: „Við þetta leystist borðhaldið upp. Við áttum ekki von á þessu. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Jón. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall en ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar. Hún hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Jón Baldvin neitaði sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann var sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Fréttablaðið greindi fyrst frá niðurstöðu héraðsdóms. Aðalmeðferð málsins fór fram 11. október og fór héraðssaksóknari fram á Jón Baldvin yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krafðist Carmen einnar milljónar króna í miskabætur en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Jón Baldvin var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Carmen Jóhannsdóttir.Mynd/Raul Baldera Ber ekki saman um atburðarásina Atvikið á að hafa átt sér stað þann 16. júní 2018 á heimili Jóns Baldvins og eiginkonu hans Bryndísar Schram í Grananda á Spáni. Mæðgurnar Carmen og Laufey Ósk Arnórsdóttur voru í heimsókn ásamt yngri systur Carmenar yfir helgi en þær voru búsettar annars staðar á Spáni. Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni voru viðstödd umræddan kvöldverð en þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld. Að sögn Carmenar og Laufeyjar káfaði Jón Baldvin á rassi þeirrar fyrrnefndu utanklæða við borðhaldið þegar Carmen hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi síðan sest aftur niður, í áfalli að eigin sögn, en það var þá móðir hennar sem sagði Jóni Baldvini að biðja hana afsökunar. Hann hafi spurt á hverju og hún þá sagt að hún hafi séð hann káfa á rassi dóttur sinnar. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Telur mögulegt að hann hafi verið leiddur í gildru Líkt og fyrr segir þá neitar Jón Baldvin alfarið sök í málinu og velti hann upp tveimur skýringum í dómssal. Annars vegar að mæðgunum hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að málið hafi verið undirbúið af þeim fyrir fram og þær komið í heimsókn til þess að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Að sögn Jóns Baldvins spratt Laufey á fætur fyrirvaralaust þegar um mínúta var liðin af borðhaldinu og fór fram með ásakanirnar: „Við þetta leystist borðhaldið upp. Við áttum ekki von á þessu. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ sagði Jón. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall en ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar. Hún hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10
Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. 11. október 2021 11:20