Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2021 13:01 Caroline Seger reynir að verjast Söru Björk Gunnarsdóttur í baráttu landsliðsfyrirliðanna í leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM. Bæði liðin unnu sér sæti á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. vísir/vilhelm Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira