Allt bendi til þess að þriðji skammturinn stuðli að hjarðónæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 21:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bindur vonir við þriðja skammt bóluefnis. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist vonast til þess að örvunarbólusetning verði til þess að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni náist hér á landi. Þetta kom fram í máli hans í Kastljósi í kvöld. Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Þar benti hann á að af þeim 30 þúsund sem fengið hafa örvunarbólusetningu hafi aðeins tíu greinst með Covid. Hann benti á til samanburðar að um 4.500 manns hefðu smitast af þeim 270 til 280 þúsundum sem hafa fengið tvo bóluefnaskammta. „Við þurfum að ná hjarðónæmi, það er bara ósköp einfalt. Við þurfum að ná því fyrir alla smitsjúkdóma, ef við ætlum ekki að láta smitsjúkdóma ganga í samfélaginu í einhverjum mæli. Það er bara grunnprinsipp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að í upphafi sumars hefði verið talið að tvær sprautur dygðu til þess að byggja upp hjarðónæmi í samfélaginu. Rannsóknir þar að lútandi hafi hins vegar byggt á fyrri afbrigðum en því sem nú hefur breiðst um heiminn. Það hafi verið afbrigði sem bólusetningar dygðu betur gegn en nú er raunin. „Núna hefur það komið í ljós að tvær sprautur eru ekki alveg nógu góðar. Þær koma í veg fyrir smit hjá 50 prósent fólks en kannski 90 prósent í veg fyrir alvarleg veikindi. Þannig að, þetta er ekki nóg til að mynda hér einhvers konar hjarðónæmi,“ sagði Þórólfur. Hann segir þriðja skammt bóluefnis hafa gefið góða raun í Ísrael og komi í mun meira mæli í veg fyrir smit og alvarleg veikindi. „Mér finnst svona allt benda til þess að við getum bundið vonir við það að skammtur númer þrjú muni búa til hjarðónæmi hérna og stoppa þetta allavega verulega af,“ sagði Þórólfur. Vinna eins hratt og unnt er Þórólfur segir að verið sé að ráðast í þriðju bólusetningu eins hratt og hægt er, en ekki er hægt að frá þriðja skammt bóluefnis fyrr en fimm mánuðum eftir að annar skammtur hefur verið gefinn. „Við erum að gera þetta eins hratt og við getum. Við erum búin að raða fólki upp í hópa eftir því hvenær það getur fengið örvunarskammtinn, eftir fimm mánuði. Það er í lok þessa árs og í byrjun þess næsta sem það ætti að takast.“ Hann segist binda vonir við að sem flestir mæti og þiggi örvunarbólusetningu, þar sem hún verndi ekki eingöngu einstaklinginn sjálfan fyrir smiti og veikindum, heldur samfélagið allt. „Þannig ættum við að geta komist út úr Covid, ef allt virkar eins og það virðist núna. En auðvitað á ýmislegt eftir að koma í ljós. Reynslan á eftir að sýna okkur hvort þetta virkar svona eða ekki. En þetta er vonin okkar núna, finnst mér,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. 8. nóvember 2021 14:08