Kirkjujarðasamkomulagið - Sannarlega óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 9. nóvember 2021 09:30 Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Haustið 2019 skrifaði ég grein sem birtist hér á Vísi um kirkjujarðasamkomulagið svokallaða, sem ég kallaði óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár. Það er einfaldlega staðreynd að forsendur þessa samkomulags hafa verið mjög svo á huldu. Ýmsir þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir fram, en án árangurs. En í haust dró óvænt til tíðinda þegar Fjármálaráðuneytið lét Birni Leví, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um þessar jarðir og virði þeirra. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt. Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem eru enn í eigu ríkisins eru tæpir 2,8 milljarðar króna. Þá hafa ófáar jarðir verið seldar en uppreiknað söluverð er um 4,2 milljarðar króna. Heildarvirði jarðanna sem standa undir kirkjujarðasamkomulaginu er sem sagt sjö milljarðar. Eftir standa jarðir í eigu ríkisins sem eru minna virði en árlegar greiðslur þess til kirkjunnar (tæpir fjórir milljarðar 2021) Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað. Að ofangreindu má glöggt sjá að kirkjujarðasamkomulagið er sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert. Nú þegar hefur ríkið greitt um 60 milljarða fyrir þessar jarðir, og er skuldbundið til að greiða annað eins næstu 13 árin. Samningarnir munu að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur. Árlega fær Þjóðkirkjan frá ríkinu um fjóra milljarða í sinn hlut út á þennan hörmulega samning. Bætist sú upphæð ofan á sóknargjöldin, sem einnig eru greidd af ríkinu og tekin af skattfé allra landsmanna, líka þeirra sem standa utan trúfélaga. Þessir fjórir milljarðar standa m.a. undir launagreiðslum presta og starfsfólks biskupsstofu. En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun