Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2021 14:15 Svona var útsýnið seinni partinn í gær af tröppunum á Hótel Djúpavík. Eva Sigurbjörnsdóttir Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“ Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“
Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira