Sex vikur frá kosningum og til umræðu að fara í aðra vettvangsferð í Borgarnes Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 12:06 Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi. vísir/vilhelm Möguleikinn á annarri vettvangsferð til Borgarness til að rannsaka flokkun kjörseðlanna enn betur er nú til umræðu á fundi undirbúningskjörbréfanefndar. Ákvörðunar um hana má vænta þegar fundinum lýkur seinni partinn í dag. Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fundur nefndarinnar hófst klukkan tíu í morgun en hún hefur nú komið saman yfir tuttugu sinnum til að ræða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Nefndin fór í vettvangsferð til Borgarness fyrir um þremur vikum síðan en í henni kom í ljós að kjörseðill sem talinn var gildur og tilheyrði Framsóknarflokknum hafði ranglega verið flokkaður í bunka með auðum atkvæðum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu hefur það verið til umræðu innan nefndarinnar undanfarna daga að fara aðra ferð til Borgarness til að kanna kjörseðlana enn betur. Vildu kanna fleiri bunka Tilgangur ferðarinnar væri þá að skoða fleiri bunka en auða og ógilda og sjá hvort þar fyndust einnig ranglega flokkuð atkvæði. Samkvæmt einum nefndarmanni var nefndin orðin nokkuð viss um að hún þyrfti að fara í ferðina en hefur nýlega fengið upplýsingar í hendurnar sem hefur gefið henni tilefni til að endurskoða það. Búast má við að ákvörðun um ferðina verði tekin á fundinum í dag en honum ætti ekki að ljúka fyrr en seinni partinn. Óljóst er hvaða bunka nefndin myndi rannsaka aftur og þá hvort hún myndi aðeins skoða flokkun atkvæða í bunkunum eða hreinlega ráðast í að telja eitthvað af atkvæðunum aftur. Lagaleg heimild til slíkra aðgerða er þá óljós en umboðsmenn framboðslistanna þyrftu líklega að vera viðstaddir ef nefndin ákveður að ráðast í þær.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. 6. nóvember 2021 19:47
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01