Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 13:01 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir líklegt að draga muni úr eftirspurn eftir vörum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur