Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:27 Starfsmanni stéttarfélags var nýverið vikið frá störfum eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Hann segist stundum hafa verið lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða þeirra og er í dag óvinnufær. Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta. Vinnumarkaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Manninum var sagt upp störfum hjá Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja á síðasta ári eftir að hann lagði fram kvörtun til stjórnenda vegna slæmra starfsaðstæðna, yfirgengilegs álags og eineltis í sinn garð auk þess sem honum hafi verið neitað um orlof. „Það sem gerist í kjölfarið er að hlutirnir verða verri, það er ráðist að honum og yfirmaður hans tekur út ergju sína í kjölfarið af hann kvartaði yfir honum,” segir Höskuldur Þórhallsson, lögmaður mannsins. Maðurinn hefur stefnt stéttarfélaginu en í greinargerð sinni lýsir hann því hvernig hann hafi nánast fengið taugaáfall og lamast af skelfingu þegar yfirmaður hans hafi ráðist ógnandi og reiður inn á skrifstofu hans. Höskuldur Þór Þórhallsson, lögmaður mannsins. „Þetta er í rauninni það alvarlegt að það er kvartað yfir því að eineltið hafi á vissum tímapunkti breyst í ofbeldi,” segir Höskuldur. Maðurinn hafði starfað hjá SSF í tæpan áratug þegar hann fór í veikindaleyfi að læknisráði. Stéttarfélagið lokaði þá tölvupósti hans og birti upplýsingar um veikindaleyfið á vefsíðu sinni. Maðurinn fór með málið til Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki samrýmst lögum. Greinargerð mannsins spannar á fimmta tug blaðsíðna þar sem hann lýsir því hvernig honum var og mætt með lítilsvirðingu með hótunum þegar hann krafðist úrbóta og með fylgja vottorð frá sálfræðingi og lækni þar sem hann er sagður óvinnufær. Hann segir að ferlið hafi tekið verulegan toll af sér og nú standi hann frammi fyrir því að fá ekki greidd laun eða sjúkradagpeninga þrátt fyrir að vera metinn óvinnufær. Skrítnast af öllu sé að sjá sig knúinn til að fara í mál við vinnuveitanda sinn vegna réttinda sem félagið hafi barist við í mörg ár. „Stéttarfélagið hefur í rauninni algjörlega skilið hann eftir. Hann er stéttarfélagslaus og réttindalaus. Þeir hafa neitað að greiða fyrir hann kostnað af málinu, nema af mjög litlu leyti, og í rauninni svikið loforð þar um. Þannig að hann er í rauninni í mjög erfiðri stöðu,” segir Höskuldur. Maðurinn fer fram á að samtökin greiði sér ógreitt orlof og ógreidda yfirvinnu auk skaða- og miskabóta.
Vinnumarkaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira