Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:47 Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana að mati slökkviliðsstjórans í Houston. AP/AMY HARRIS Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. „Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
„Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39
Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00