Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:18 Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland geta lært ýmislegt frá öðrum löndum. Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42