Arnar Daði: Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 21:40 Arnar Daði stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í deildinni og á engu öðru en toppliði Stjörnunnar í virkilega spennandi leik fyrr í kvöld. Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira