Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 23:20 Arnór virðist ekki vinsæll meðal starfsliðs síns. vísir/vilhelm Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira