Ein öruggasta leiðin til að fara út, koma saman og lifa lífinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 06:54 Ísleifur segir vart hægt að fara út á lífið á öruggari hátt en að mæta á vel skipulagða tónleika. Vísir/Arnar „Það er ekki hægt að setja allar samkomur undir einn hatt. Það að fólk sé að hittast við alls konar aðstæður, í alls konar ástandi, þar sem er engin gæsla eða eftirlit, það er allt annað en tónleikar þar sem við erum með leyfi frá lögreglu, slökkviliðinu, heilbrigðisyfirvöldum og bæjaryfirvöldum.“ Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, um viðburðahald og sóttvarnaaðgerðir. Viðburðahaldarar sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem meðal annars sagði að það myndi enda með ósköpum ef þrengt yrði frekar að menningarlífinu með auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir ræddi við Ísleif fyrr í gær og var hann ómyrkur í máli. „Ég held að það sé mjög mikilvægt sem við tónleika- og viðburðahaldarar viljum koma skýrt á framfæri; að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara á viðburði sem er leyfilegt að halda. Við tökum þetta allt saman mjög alvarlega og göngum ef eitthvað er lengra en reglurnar segja til um af því að við viljum alls ekki að það gerist eitthvað á viðburðum á okkar vegum,“ sagði Ísleifur. Til umræðu voru fyrirhugaðir tónleikar með stórsöngvaranum Andrea Bocelli, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember næstkomandi. Um 7.000 manns verða á tónleikunum en salnum verður skipt upp í svæði til að mæta 1.500 manna fjöldatakmörkunum. Ísleifur segir allt unnið í samvinnu með sóttvarnayfirvöldum. Þá eru öll sæti númeruð, sætum skipt í eyjur og eyjunum í svæði. Allri umferð um salinn sé stýrt, loftgæðin vöktuð og allir gestir fari í hraðpróf áður en þeir mæta á tónleikana. „Og ég held því bara fram að þetta sé ein öruggasta leiðin sem í boði er til að fara út og koma saman og lifa lífinu. Þarna er allt undir stjórn og allt undir eftirliti og öllum reglum fylgt út í ystu æsar.“ Stórsöngvarinn Andrea Bocelli er á tónleikaferðalagi og kemur við í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember.Getty/Daniele Venturelli Ísleifur segir hraðprófin að verða þáttur í daglegu lífi en bendir á að þau séu enda ókeypis, aðgengileg og hraðvirk, líkt og nafnið gefur til kynna. Þá ítrekar hann að það sé allt annað að mæta á þaulskipulagðan viðburð en hitting úti í bæ; á viðburðum sé búið að hugsa allt út fyrirfram og undirbúa. Allt sé unnið í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og viðburðahaldarar geti auk þess átt í stöðugum samskiptum við gesti til að upplýsa þá um það sem þeir þurfa að vita. Þá hafi hraðprófin sem tekin eru fyrir viðburði annan bónus í för með sér. „Það mætir enginn á tónleika með smit,“ segir Ísleifur. „Við erum að fara að senda hundruð og þúsund manns í test. Það verða fullt af smitum gripin. Og ef þú greinist færðu miðann að sjálfsögðu endurgreiddann,“ bætir hann við. Spurður að því hvort Bocelli sé upplýstur um ástandið og sé uggandi yfir þróun mála hérlendis, segir Ísleifur Senu eiga í stöðugum samskiptum við teymið hans og nei, hann sé ekki uggandi yfir ástandinu. „Hann er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og er að fara í ferðalag um Evrópu. Þetta er bara það sem allir eru að díla við um allan heim. Vírusinn er ekkert að fara. Við þurfum bara að finna leiðir til að gera þetta á öruggan hátt. Það er ekkert valkostur lengur að allt viðburða- og tónleikahaldd liggi bara niðri. Það er hægt að gera þetta öruggt og það er það sem við erum að gera.“ Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þetta segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, um viðburðahald og sóttvarnaaðgerðir. Viðburðahaldarar sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem meðal annars sagði að það myndi enda með ósköpum ef þrengt yrði frekar að menningarlífinu með auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir ræddi við Ísleif fyrr í gær og var hann ómyrkur í máli. „Ég held að það sé mjög mikilvægt sem við tónleika- og viðburðahaldarar viljum koma skýrt á framfæri; að fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fara á viðburði sem er leyfilegt að halda. Við tökum þetta allt saman mjög alvarlega og göngum ef eitthvað er lengra en reglurnar segja til um af því að við viljum alls ekki að það gerist eitthvað á viðburðum á okkar vegum,“ sagði Ísleifur. Til umræðu voru fyrirhugaðir tónleikar með stórsöngvaranum Andrea Bocelli, sem fara fram í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember næstkomandi. Um 7.000 manns verða á tónleikunum en salnum verður skipt upp í svæði til að mæta 1.500 manna fjöldatakmörkunum. Ísleifur segir allt unnið í samvinnu með sóttvarnayfirvöldum. Þá eru öll sæti númeruð, sætum skipt í eyjur og eyjunum í svæði. Allri umferð um salinn sé stýrt, loftgæðin vöktuð og allir gestir fari í hraðpróf áður en þeir mæta á tónleikana. „Og ég held því bara fram að þetta sé ein öruggasta leiðin sem í boði er til að fara út og koma saman og lifa lífinu. Þarna er allt undir stjórn og allt undir eftirliti og öllum reglum fylgt út í ystu æsar.“ Stórsöngvarinn Andrea Bocelli er á tónleikaferðalagi og kemur við í Kórnum í Kópavogi 27. nóvember.Getty/Daniele Venturelli Ísleifur segir hraðprófin að verða þáttur í daglegu lífi en bendir á að þau séu enda ókeypis, aðgengileg og hraðvirk, líkt og nafnið gefur til kynna. Þá ítrekar hann að það sé allt annað að mæta á þaulskipulagðan viðburð en hitting úti í bæ; á viðburðum sé búið að hugsa allt út fyrirfram og undirbúa. Allt sé unnið í samvinnu við sóttvarnayfirvöld og viðburðahaldarar geti auk þess átt í stöðugum samskiptum við gesti til að upplýsa þá um það sem þeir þurfa að vita. Þá hafi hraðprófin sem tekin eru fyrir viðburði annan bónus í för með sér. „Það mætir enginn á tónleika með smit,“ segir Ísleifur. „Við erum að fara að senda hundruð og þúsund manns í test. Það verða fullt af smitum gripin. Og ef þú greinist færðu miðann að sjálfsögðu endurgreiddann,“ bætir hann við. Spurður að því hvort Bocelli sé upplýstur um ástandið og sé uggandi yfir þróun mála hérlendis, segir Ísleifur Senu eiga í stöðugum samskiptum við teymið hans og nei, hann sé ekki uggandi yfir ástandinu. „Hann er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og er að fara í ferðalag um Evrópu. Þetta er bara það sem allir eru að díla við um allan heim. Vírusinn er ekkert að fara. Við þurfum bara að finna leiðir til að gera þetta á öruggan hátt. Það er ekkert valkostur lengur að allt viðburða- og tónleikahaldd liggi bara niðri. Það er hægt að gera þetta öruggt og það er það sem við erum að gera.“
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10. nóvember 2021 21:12