Setti Wenger númer eitt en Sir Alex í fjórða sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 15:31 Sir Alex Ferguson og Neil Warnock á góðri stundu. Getty/ Tom Purslow Knattspyrnustjórinn Neil Warnock ætti að þekkja tímanna tvenna og hafa gott yfirlit yfir fótboltaheiminn undanfarna áratugi eftir að hafa starfað sem knattspyrnustjóri í enska boltanum frá árinu 1980. Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro. Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira
Þess vegna hefur röðun hans á bestu knattspyrnustjórum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar vakið athygli en hún er ekki alveg í takti við það sem flestir hafa séð fyrir sér. Neil Warnock's ALL-TIME best Premier League managers pic.twitter.com/7dDfvg5Urz— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 10, 2021 Warnock setti Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóra Arsenal, í fyrsta sætið á sínum lista en það sem umdeilt að það þarf að fara niður í fjórða sætið til að finna Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég myndi setja Arsene Wenger númer eitt af því að hann breytti nútíma fótboltanum. Hann kom inn með svo margt nýtt sem enginn hafði gert áður. Næringarfræðinginn, líkamsræktarmanninn, myndbönd og tækni. Hann breytti svo miklu þegar hann kom inn í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Neil Warnock við talkSPORT. Ferguson vann þrettán Englandsmeistaratitla í ensku úrvalsdeildinni sem er það langmesta hjá einum stjóra. Manchester United hefur líka lítið getað, á sinn mælikvarða, síðan að Skotinn hætti með liðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=QVPOHntWzIM">watch on YouTube</a> „Ég myndi líklega setja Sir Alex [Ferguson] rétt á undan Jose Mourinho af því að hann gerði þetta lengur. Hann var bara á tíma þegar þetta snerist allt um að ná til leikmanna. Starfsteymið skipti ekki eins miklu máli og Sir Alex var líklega bestur í því að tala menn til,“ sagði Warnock. Wenger gerði vissulega frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en liðið vann þrjá meistaratitla og sjö bikarmeistaratitla undir hans stjórn. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir hans stjórn og fór taplaust í gegnum 2003–04 tímabilið. Pep Guardiola, núverandi stjóri Manchester City og Jurgen Klopp, núverandi stjóri Liverpool, eru báðir ofar en Sir Alex á lista Warnock. Fimmta sætið fékk síðan Jose Mourinho. Warnock missti á dögunum starfið hjá Middlesbrough en hann hafði áður sett nýtt met með því að stýra liði í 1601. skiptið í enska atvinnumannafótboltanum. Leikir eru alls 1603 og árin eru komin yfir fjörutíu. Warnock hefur stýrt fjórtán mismunandi félögum í ensku deildarkeppninni en þau eru: Scarborough, Notts County, Torquay, Huddersfield, Plymouth, Oldham, Bury, Sheffield United, Crystal Palace, QPR, Leeds, Rotherham, Cardiff og Boro.
Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Sjá meira