Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 11:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira