Kári segir faraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2021 19:10 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir kórónuveirufaraldurinn farinn gjörsamlega úr böndunum. Ef ekki verði brugðist við komi faraldurinn til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þá vill hann hætta að nota hraðpróf þar sem þau greini fólk of seint. Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Kári er á því að nú sé tímabært að herða sóttvarnaraðgerðir á ný en tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í dag. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem met er slegið. „Þetta er farið gjörsamlega úr böndum og nú verðum við að setja töluverðar takmarkanir á hegðun fólks til þess að ná þessu „under control“. Við kunnum að gera það. Við getum gert það og í þetta skipti þá held ég að það eigi ekki að þurfa að endast lengi vegna þess að við erum búin að bólusetja yfir 90% fullorðinna,“ segir Kári. Þá vill hann að börn á aldrinum 5-12 ára verði bólusett. Aðeins er í boði að bólusetja börn tólf ára og eldri hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu skoðar nú hvort leyfilegt verði að nota bóluefni Pfizer fyrir börn á aldrinum 5-12 ára innan Evrópu. „Það kom út vísindagrein í New England Journal of Medicine í dag eða í gær sem að lýsir því að bólusetning barna frá 5-12 ára sé hættulítil og hafi mikil áhrif. Þannig að nú þurfum við bara að gefa í hvað bólusetningu snertir. Bólusetja börnin. Bólusetja aukaskammt í alla fullorðna. Við þurfum að herða takmarkanir á landamærum eða að minnsta kosti sjá til þess að það sé ekki stöðugt streymi á veirunni inn í landið.“ Vill aðeins nota PCR prófin Kári telur ekki lengur rétt að nota hraðpróf líkt og gert hefur verið undanfarið. „Við þurfum að gera er að hætta að nota hraðpróf og fara að nota PCR prófin þessi næmustu próf. Vegna þess að við erum að greina fólk of seint.“ Kári telur að hægt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða án þess að það valdi mikill röskun á atvinnulífi landsins. „Ef við bíðum mikið með þetta, ef við bregðumst ekki við hratt, þá kemur þessi til með að ríða röftum yfir hátíðirnar. Koma til með að rústa atvinnulífi landsins í náinni framtíð. Þannig það er eins gott að bregðast við þessu skynsamlega. Ekki fara að ráðast í þetta með hálfkáki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20 Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu. 11. nóvember 2021 18:20
Hundrað smitaðir eftir villibráðarkvöld í Garðabæ Aldrei áður hafa jafn margir verið í einangrun með kórónuveiruna hér á landi og nú eða fimmtán hundruð manns. Sóttvarnalæknir segir hópsýkingar hafa verið margar í þessari bylgju faraldursins. Um eitt hundrað manns hafa greinst með veiruna út frá villibráðarhlaðborði sem haldið var í Garðabæ um síðustu helgi. 11. nóvember 2021 11:43