Ólympíumeistarinn í fimleikum varð fyrir áras á götu í LA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 09:31 Sunisa Lee með Ólympíugullið sitt sem hún vann fyrir fjölþrautina á ÓL í Tókýó. Getty/Laurence Griffiths Suni Lee varð Ólympíumeistari í fimleikum í Tókýó í sumar en hún hefur nú sagt frá ömurlegri upplifun sem hún varð fyrir í síðasta mánuði. Suni Lee er bandarísk en varð sú fyrsta af Hmong ættum til að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum. American gymnast and Olympic gold medalist Suni Lee said she was pepper-sprayed in a racist attack last month while out with a group of friends in Los Angeles. https://t.co/JW44ZwMVLP pic.twitter.com/W5eJnGFoGs— SportsCenter (@SportsCenter) November 12, 2021 Lee var í Los Angeles að bíða eftir bíl ásamt vinum sínum, sem voru öll af asísku ætterni, þegar bíll kom að þar sem farþegarnir kölluðu kynþáttaníð að þeim. Einn farþeginn spreyjaði hana síðan með piparúða á handlegginn. „Ég var svo reið en það var ekkert sem ég gat gert eða stjórnað því þau brunuðu strax í burtu,“ sagði Suni Lee í viðtali við PopSugar. American gymnast Suni Lee, an Olympic gold medal winner and the first Hmong American to compete in the Olympics, said she was pepper-sprayed in a racist incident while in Los Angeles for her stint on "Dancing with the Stars." https://t.co/FaRLtHVw7w— CNN (@CNN) November 12, 2021 „Ég gerði þeim ekkert en til að passa upp á orðsporið mitt þá vildi ég ekki gera neitt sem kæmi mér í vandræði. Það var samt svo erfitt,“ sagði Lee. Fólk af asísku bergi brotið hefur orðið fyrir mun meira áreiti síðan að kórónuveiran heltók heiminn en hún átti upptök sín í Kína. Það hafa verið skráð yfir níu þúsund slík atvik frá 19.mars til og með júní á þessu ári hjá samtökum á móti hatri gegn fólki af asískum uppruna. Suni Lee er átján ára gömul og vann gullverðlaun í fjölþraut í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún vann einnig silfurverðlaun í liðakeppni og bronsverðlaun á tvíslá. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Suni Lee er bandarísk en varð sú fyrsta af Hmong ættum til að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum. American gymnast and Olympic gold medalist Suni Lee said she was pepper-sprayed in a racist attack last month while out with a group of friends in Los Angeles. https://t.co/JW44ZwMVLP pic.twitter.com/W5eJnGFoGs— SportsCenter (@SportsCenter) November 12, 2021 Lee var í Los Angeles að bíða eftir bíl ásamt vinum sínum, sem voru öll af asísku ætterni, þegar bíll kom að þar sem farþegarnir kölluðu kynþáttaníð að þeim. Einn farþeginn spreyjaði hana síðan með piparúða á handlegginn. „Ég var svo reið en það var ekkert sem ég gat gert eða stjórnað því þau brunuðu strax í burtu,“ sagði Suni Lee í viðtali við PopSugar. American gymnast Suni Lee, an Olympic gold medal winner and the first Hmong American to compete in the Olympics, said she was pepper-sprayed in a racist incident while in Los Angeles for her stint on "Dancing with the Stars." https://t.co/FaRLtHVw7w— CNN (@CNN) November 12, 2021 „Ég gerði þeim ekkert en til að passa upp á orðsporið mitt þá vildi ég ekki gera neitt sem kæmi mér í vandræði. Það var samt svo erfitt,“ sagði Lee. Fólk af asísku bergi brotið hefur orðið fyrir mun meira áreiti síðan að kórónuveiran heltók heiminn en hún átti upptök sín í Kína. Það hafa verið skráð yfir níu þúsund slík atvik frá 19.mars til og með júní á þessu ári hjá samtökum á móti hatri gegn fólki af asískum uppruna. Suni Lee er átján ára gömul og vann gullverðlaun í fjölþraut í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún vann einnig silfurverðlaun í liðakeppni og bronsverðlaun á tvíslá.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira