Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 09:46 „Það er verið að trimma hann aðeins til,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, um breytingarnar á Bónusgrísnum. Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. Glöggir netverjar tóku eftir því í gær að breytingar höfðu verið gerðar á hinum sérstaka Bónusgrís og sýndist sitt hverjum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir breytingarnar einfaldlega verið part af þróuninni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.Aðsend „Það er verið að trimma hann aðeins til. Þetta er nú ekki mikil breyting. Það voru tekin tvö eða þrjú strik sem manni fannst alltaf að hafi gleymst að stroka út þegar hann var hannaður í upphafi,“ segir Guðmundur, og vísar þar í strik á baki gríssins og ofan á nefinu. Sömuleiðis vekur athygli að vinstra auga gríssins hefur verið breytt. „Hann var alltaf hálftileygður. En eins og ég segi þá er þetta partur af þessari framþróun og verið að trimma hann til.“ Guðmundur segir gamla og nýja grísinn vera mjög svipaða og að ekki sé um mikla breytingu að ræða. „Þetta var sú breyting sem ég samþykkti og fannst næst hinum upprunalega. Það var ákveðið að fara í vinnu með að auðvelda framhaldið í auglýsingum. Þannig höfum verið að laga helling í auglýsingaefninu til að koma því á stafrænt form.“ Svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma Guðmundur segir breytingarnar gerðar á sama tíma og verið sé að lengja opnunartíma verslana. Sjö verslanir verði framvegis opnar frá 10 til 20 alla daga en í flestum öðrum verslunum lengist opnunartíminn frá 18:30 til klukkan 19. Þær sjö verslanir sem verða framvegis opnar til klukkan 20 eru á Smáratorgi, Skeifunni, Spönginni, Fiskislóð, Mosfellsbæ, Helluhrauni í Hafnarfirði og Langholti á Akureyri. Sömuleiðis hafa verið gerðar þær breytingar að Bónusverslanir muni opna fyrr á sunnudögum, eða klukkan 10 í stað 11. Gamli grísinn vs nýi grísinn. En eitthvað kostar þetta nú að gera allar þessar breytingar á grísnum og þá útliti verslana? „Já, það er ekkert frítt. Það er bara svoleiðis. Við erum byrjuð á að breyta útlitinu í Skeifunni og Smáratorgi og við stefnum á að klára þessa vinnu á næstu tólf mánuðum. Við erum þekkt fyrir ekkert bruðl svo við munum endurnýta eins mikið af þeim skiltaflötum sem fyrir eru og hægt er. Þeir verða endurmerktir flestir. Við erum því ekki að bruðla með efnið.“ Guðmundur segir að Bónus sé að svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma. „Þetta er sú kvörtun sem við fáum hvað mest. En við erum kostnaðaríhaldssöm og opnunartími er partur af kostnaði. En með því að halda opnunartímanum innan skynsemismarka – við erum ekki að lengja hann mikið – þá teljum við okkur geta framkvæmt þetta án þess að hækki mikið hjá okkur kostnað. Verðlag mun því ekki breytast út af þessari breytingu. Með þessu erum við þá líka að reyna að nýta fasteignir okkar betur,“ segir Guðmundur. Ekki allir sáttir Netverjar tóku einhverjir eftir breytingunni þegar Bónus uppfærði samfélagsmiðla sína og sýndist sitt hverjum eins og sjá má að neðan. Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021 Er ekki í lagi með fólk eða? Skilja íslendingar gjörsamlega ekkert? Af hverju fær *ekkert* að vera í friði á þessu landi? Hver er tilgangurinn/markmiðið? Taka núansinn, söguna og húmorinn burt, svo bara tóm, generísk skel sitji eftir? pic.twitter.com/xQ87bbNWcK— (@siggioddss) November 11, 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Neytendur Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Glöggir netverjar tóku eftir því í gær að breytingar höfðu verið gerðar á hinum sérstaka Bónusgrís og sýndist sitt hverjum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir breytingarnar einfaldlega verið part af þróuninni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.Aðsend „Það er verið að trimma hann aðeins til. Þetta er nú ekki mikil breyting. Það voru tekin tvö eða þrjú strik sem manni fannst alltaf að hafi gleymst að stroka út þegar hann var hannaður í upphafi,“ segir Guðmundur, og vísar þar í strik á baki gríssins og ofan á nefinu. Sömuleiðis vekur athygli að vinstra auga gríssins hefur verið breytt. „Hann var alltaf hálftileygður. En eins og ég segi þá er þetta partur af þessari framþróun og verið að trimma hann til.“ Guðmundur segir gamla og nýja grísinn vera mjög svipaða og að ekki sé um mikla breytingu að ræða. „Þetta var sú breyting sem ég samþykkti og fannst næst hinum upprunalega. Það var ákveðið að fara í vinnu með að auðvelda framhaldið í auglýsingum. Þannig höfum verið að laga helling í auglýsingaefninu til að koma því á stafrænt form.“ Svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma Guðmundur segir breytingarnar gerðar á sama tíma og verið sé að lengja opnunartíma verslana. Sjö verslanir verði framvegis opnar frá 10 til 20 alla daga en í flestum öðrum verslunum lengist opnunartíminn frá 18:30 til klukkan 19. Þær sjö verslanir sem verða framvegis opnar til klukkan 20 eru á Smáratorgi, Skeifunni, Spönginni, Fiskislóð, Mosfellsbæ, Helluhrauni í Hafnarfirði og Langholti á Akureyri. Sömuleiðis hafa verið gerðar þær breytingar að Bónusverslanir muni opna fyrr á sunnudögum, eða klukkan 10 í stað 11. Gamli grísinn vs nýi grísinn. En eitthvað kostar þetta nú að gera allar þessar breytingar á grísnum og þá útliti verslana? „Já, það er ekkert frítt. Það er bara svoleiðis. Við erum byrjuð á að breyta útlitinu í Skeifunni og Smáratorgi og við stefnum á að klára þessa vinnu á næstu tólf mánuðum. Við erum þekkt fyrir ekkert bruðl svo við munum endurnýta eins mikið af þeim skiltaflötum sem fyrir eru og hægt er. Þeir verða endurmerktir flestir. Við erum því ekki að bruðla með efnið.“ Guðmundur segir að Bónus sé að svara kalli neytenda með lengingu opnunartíma. „Þetta er sú kvörtun sem við fáum hvað mest. En við erum kostnaðaríhaldssöm og opnunartími er partur af kostnaði. En með því að halda opnunartímanum innan skynsemismarka – við erum ekki að lengja hann mikið – þá teljum við okkur geta framkvæmt þetta án þess að hækki mikið hjá okkur kostnað. Verðlag mun því ekki breytast út af þessari breytingu. Með þessu erum við þá líka að reyna að nýta fasteignir okkar betur,“ segir Guðmundur. Ekki allir sáttir Netverjar tóku einhverjir eftir breytingunni þegar Bónus uppfærði samfélagsmiðla sína og sýndist sitt hverjum eins og sjá má að neðan. Hvaða sick joke er þetta? Þú tekur ekki eitt mest iconic svín allra tíma og fokkar í því? Hvar er lata augað? Hvaða persónuleikalausi impostor er þetta? Þetta er milljón sinnum meira offensive en swole Klói. pic.twitter.com/ne8Uvw5qOx— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 11, 2021 Er ekki í lagi með fólk eða? Skilja íslendingar gjörsamlega ekkert? Af hverju fær *ekkert* að vera í friði á þessu landi? Hver er tilgangurinn/markmiðið? Taka núansinn, söguna og húmorinn burt, svo bara tóm, generísk skel sitji eftir? pic.twitter.com/xQ87bbNWcK— (@siggioddss) November 11, 2021
Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Neytendur Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent