„Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 13:51 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir það verða koma í ljós hvort að þriðja sprautan geri það sem við töldum tvær ætla að gera. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Innantómt hjal að tala um að það sé hægt að lifa með veirunni? „Það fer eftir því hvaða mælikvarða þú leggur á það held ég.“ Ertu sammála því að grípa til þessara aðgerða eins og staðan er? „Það er mat spítalans að spítalinn ráði ekki við verkefnið eins og er, og kerfið eins og við höfum sett það upp ráði ekki við verkefnin. Þar inni er auðvitað líka sú staða að við erum að hringja í margt fólk á hverjum degi og við erum að nýta mjög mikilvægan mannauð í alls konar verkefni vegna kerfis sem við settum upp þegar við vorum óbólusett þjóð. En þetta eru tillögur sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra leggur þær til. Þetta er bara svona.“ Er þá kannski eitthvað að á Landspítalanum? Er eitthvað þar sem þarf að laga þar til þess að heilbrigðiskerfið ráði við stöðu eins og þessa án þess að það setji kerfið á hliðina? „Það verður bara almennt að leyfa heilbrigðisráðherra og stjórnendum spítalans að svara því. Það er spurning hvort við getum gert eitthvað betur í heilbrigðiskerfinu með aðstoð frá tækni og öðru slíku - þá held ég að svarið við því sé augljóslega já. Bara alveg eins og samfélög þróast. Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu. Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ Mér heyrist að persónulega ertu ekkert sátt við þetta. „Nei, nei, ég meina… Ég ætla ekki að halda því fram að ég viti betur en stjórnendur spítalans um stöðuna á spítalanum. En þegar tuttugu mánuðir eru liðnir af tímabili, og við erum búin að koma okkur upp kerfi sem við settum upp þegar við vorum óbólusett þjóð – þar sem við erum með meiriháttar smitrakningu, við höfum samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví, núna hefur þetta náttúrulega haft áhrif á skólastarf og annað líka – þá finnst mér eðlilegt að leyfa sér hugsa það hvort við eigum að halda áfram á þeirri braut eða hvort tími sé kominn til að slá einhvern nýjan takt í þetta. En ég skil vel, það langar engan að leggja þetta til, það finnst þetta engum skemmtilegt. Það eru allir orðnir frekar leiðir á þessu. Þau sem bera ábyrgðina leggja þetta til og þá er það svoleiðis. Við verðum bara vona að á einhverjum tímapunkti förum við að lifa með þessari veiru vegna þess að hún er – að ég tel – komin til að vera. Hvort að þriðja sprautan geri það sem töldum að tvær sprauturnar gerðu, það verður að koma í ljós. Það eru einhverjar vísbendingar um það en ég er nú ekki sérfræðingur í því,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Innantómt hjal að tala um að það sé hægt að lifa með veirunni? „Það fer eftir því hvaða mælikvarða þú leggur á það held ég.“ Ertu sammála því að grípa til þessara aðgerða eins og staðan er? „Það er mat spítalans að spítalinn ráði ekki við verkefnið eins og er, og kerfið eins og við höfum sett það upp ráði ekki við verkefnin. Þar inni er auðvitað líka sú staða að við erum að hringja í margt fólk á hverjum degi og við erum að nýta mjög mikilvægan mannauð í alls konar verkefni vegna kerfis sem við settum upp þegar við vorum óbólusett þjóð. En þetta eru tillögur sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra leggur þær til. Þetta er bara svona.“ Er þá kannski eitthvað að á Landspítalanum? Er eitthvað þar sem þarf að laga þar til þess að heilbrigðiskerfið ráði við stöðu eins og þessa án þess að það setji kerfið á hliðina? „Það verður bara almennt að leyfa heilbrigðisráðherra og stjórnendum spítalans að svara því. Það er spurning hvort við getum gert eitthvað betur í heilbrigðiskerfinu með aðstoð frá tækni og öðru slíku - þá held ég að svarið við því sé augljóslega já. Bara alveg eins og samfélög þróast. Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu. Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ Mér heyrist að persónulega ertu ekkert sátt við þetta. „Nei, nei, ég meina… Ég ætla ekki að halda því fram að ég viti betur en stjórnendur spítalans um stöðuna á spítalanum. En þegar tuttugu mánuðir eru liðnir af tímabili, og við erum búin að koma okkur upp kerfi sem við settum upp þegar við vorum óbólusett þjóð – þar sem við erum með meiriháttar smitrakningu, við höfum samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví, núna hefur þetta náttúrulega haft áhrif á skólastarf og annað líka – þá finnst mér eðlilegt að leyfa sér hugsa það hvort við eigum að halda áfram á þeirri braut eða hvort tími sé kominn til að slá einhvern nýjan takt í þetta. En ég skil vel, það langar engan að leggja þetta til, það finnst þetta engum skemmtilegt. Það eru allir orðnir frekar leiðir á þessu. Þau sem bera ábyrgðina leggja þetta til og þá er það svoleiðis. Við verðum bara vona að á einhverjum tímapunkti förum við að lifa með þessari veiru vegna þess að hún er – að ég tel – komin til að vera. Hvort að þriðja sprautan geri það sem töldum að tvær sprauturnar gerðu, það verður að koma í ljós. Það eru einhverjar vísbendingar um það en ég er nú ekki sérfræðingur í því,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56