Innlit inn í nýafhjúpað Hegningarhús Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 20:22 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var afhjúpað fyrr í vikunni. Það hafði síðasta árið verið hulið vinnupöllum. Vísir/Arnar Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf. Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar
Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira