Veður

Vonskuveður víða í dag

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Gular viðvaranir eru víða í gildi í dag.
Gular viðvaranir eru víða í gildi í dag. Veðurstofan

Vonskuveður verður víða á landinu í dag. Gular viðvaranir taka víðsvegar gildi um hádegisbil. Gert er ráð fyrir öflugri suðaustanátt, með snörpum vindhviðum við fjöll.

Gert er ráð fyrir suðaustan 15-23 metrum á sekúndu og rigningu á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að huga að lausum munum en gula viðvörunin er í gildi frá klukkan tólf, fram að kvöldmatarleyti.

Gert er ráð fyrir snörpum vindhviðum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Hviður geta orðið allt að fjörutíu metrar á sekúndu. Lægja tekur upp úr klukkan fimm, seinnipartinn í dag.

Veðurspáin klukkan þrjú í dag.Veðurstofan

Á Suðurlandi er gert fyrir suðaustanátt 15-23 metrum á sekúndu auk snarpra vindhviða við fjöll. Veðrið getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind. Viðvörunin er í gildi frá klukkan ellefu til átta í dag.

Í Faxaflóa og Breiðafirði er gert ráð fyrir suðaustan 18-23 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum við fjöll. Færðin getur verið varasöm fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Á ströndum er suðaustan stormur sem gengur suðaustan 18-23 metra á sekúndu inn til landsins, en hægari við ströndina fram á kvöld. Líkur eru á snörpum vindhviðum og aðstæður geta verið varasamar.

Aðstæður eru sambærilegar á Norðurlandi Eystra og á Austurlandi að Glettingi, en gert er ráð fyrir suðaustan 18-23 metrum á sekúndu og snörpum vindhviðum.

Slæmt ferðaveður er á Miðhálendinu en gert er ráð fyrir allt að þrjátíu metrum á sekúndu, rigningu og slyddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×