Fyrra smit ígildi einnar sprautu Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2021 17:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þeir sem hafa fengið bæði tvo skammta bóluefnis og Covid-19 munu ekki fá örvunarskammt að svo stöddu. Þetta sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í Reykjavík síðdegis. „Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Nú er kúnstin að telja upp að þremur, ef þú hefur fengið einu sinni Covid og tvær bólusetningar þá ertu kominn með þrjú stykki,“ segir Ragnheiður. Þá segir hún að þeir sem fengu snemma Covid-19 og því enga bólusetningu eigi tvo skammta bóluefnis inni. Í samtali við Vísi segir hún jafnframt að bólusetning með bóluefni Janssen teljist einungis sem ein sprauta þó henni hafi upphaflega ætlað að vera fullnaðarbólusetning. Því munu þeir sem fengið hafa Janssen og einn örvunarskammt með mRNA bóluefni eiga kost á frekari örvun. Það verði þó ekki fyrr en í febrúar eða mars á næsta ári. Bólusetning hafi gengið ljómandi vel í dag Ragnheiður Ósk segir 9.700 manns hafa verið boðaða í örvunarbólusetningu í dag og að um 6.500 manns hafi mætt. Dagurinn hafi gengið glimrandi vel og aðsókn verið nokkuð góð miðað við að um örvunarbólusetningu hafi verið að ræða. Hún segir mætingu hingað til ekki hafa verið góða í örvunarbólusetningu. Stefnt er að því að bólusetja 120 þúsund manns næstu fjórar vikurnar, þeir sem mættu í dag voru sextíu ára og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og starfsmenn hjúkrunarheimila. „Svona bland í poka“ segir Ragnheiður Ósk. Fjöldabólusetningar munu fara fram í Laugardalshöll á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þá verður opið hús á fimmtudögum og föstudögum þar sem einn eða tveir hjúkrunarfræðingar munu sinna bólusetningum þeirra sem þurfa bólusetningu í bíl, til dæmis. Hlusta má á viðtalið við Ragnheiði Ósk í spilaranum hér að neðan:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira