Aron: Gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 21:00 Aron Kristjánsson var glaður eftir sigurinn á ÍBV. vísir/vilhelm Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að hans menn skyldu hafa náð í sigur gegn ÍBV þrátt fyrir mikið mótlæti. Haukar unnu leikinn, 36-35. „Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Það er gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik. Ég var óánægður með vörnina allan leikinn. Við vorum linir og alltaf eftir á, að bregðast við einhverju sem við vissum að væri að koma,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við skoruðum mikið af mörkum. Byrjunin á seinni hálfleik minnti á borðtennisleik, bæði lið misstu boltann og klikkuðu á dauðafærum. Við spiluðum okkur í mjög góð færi en klikkuðum á þeim. Við misstum þá fimm mörkum fram úr okkur en þetta var alltaf möguleiki. Við þurftum bara að fá nokkra bolta varða eða nokkrar góðar varnir. Og það gerðist undir lokin. Aron [Rafn Eðvarðsson] varði nokkra mjög góða bolta undir lokin og við settum Darra [Aronsson] fyrir framan í 5-1 vörninni. Það truflaði betur spilið milli skyttanna og við þvinguðum þá í nokkrar lélegar ákvarðanir og það var kannski lykilinn þegar uppi var staðið.“ Petar Jokanovic átti frábæra kafla í marki ÍBV og varði frá leikmönnum Hauka úr hverju dauðafærinu á fætur öðru undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. „Þetta voru þvílík dauðafæri sem við klikkuðum á á tímabili. Sóknarleikurinn var góður og hann var ekki vandamálið. Það var vörnin. Við vorum staðir og aumir.“ Þegar um tíu mínútur voru eftir breytti Aron um vörn, fór úr 6-0 vörn yfir í 5-1 vörn með Darra fyrir framan. Það virtist slá Eyjamenn út af laginu. „Við æfðum þetta aðeins í undirbúningnum. Við fórum stundum í 5-1 vörn í fyrra, aðeins öðruvísi afbrigði, spænskt sem við fórum í í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við svo í annað afbrigði af 5-1 vörn með hávaxinn mann fyrir framan. Það gekk mjög vel og er klárlega eitthvað sem getur verið ágætis vopn,“ sagði Aron. Heimir Óli Heimisson var rekinn af velli eftir tuttugu mínútur fyrir að gefa Degi Arnarssyni olnbogaskot. „Í hálfleik sagði leikmaður við mig að hann hafi ekki gert neitt. Leikmaður ÍBV hafi klipið hann og kastað sér aftur. Ég þarf bara að skoða þetta á myndbandi,“ sagði Aron að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld. 15. nóvember 2021 20:36