Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að svokallaðir kórónupassar sem notaðir hafa verið í öðrum löndum gætu komið til skoðunar eftir örvunarskammta. vísir/Vilhelm Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. „Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira