Landsliðskona setti saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins til Wales Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 17:01 Margrét Lea Kristinsdóttir náði bestum árangri íslenska hópsins með því að vinna silfurverðlaun í gólfæingum. Fimleikasamband Íslands Ísland átti góða fulltrúa á Norður Evrópumótinu í fimleikum sem var haldið um helgina í Cardiff í Wales um helgina. Nú er hægt að fá góða innsýn í ferðalagið til Bretlands. Íslenska fimleikalandsliðin hafa lokið keppni á Norður Evrópumótinu í ár en íslenski hópurinn kom alls sex keppendum í úrslit á áhöldum og þau Margrét Lea Kristinsdóttir og Jónas Ingi Þórisson unnu bæði verðlaun á mótinu í ár. Jónas Ingi Þórisson vann brons.Skjámynd/Youtube Margrét Lea nældi sér í silfur í gólfæfingum með 12.550 stig en Jónas Ingi sótti sér brons í gólfæfingum með því að ná í 13.750 stig. Jónas Ingi keppti einnig til úrslita á stökki, þar sem hann hafnaði í sjötta sæti og á svifrá þar sem hann hafnaði í sjöunda sæti. Landsliðskonan Agnes Suto tók saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins og má sjá hana hér fyrir neðan. Þar má sjá bæði myndir frá ferðalaginu sem og lífinu í Carfiff þessa daga sem mótið stóð yfir. Það er gaman að fá að skyggnast aðeins á bak við tjöldin í keppnisferð sem þessari. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rny78v56POU">watch on YouTube</a> Landsliðin okkar höfnuðu bæði í fimmta sæti, karlarnir enduðu rétt á eftir sænska landsliðinu og konurnar á eftir danska liðinu. Margrét Lea Kristinsdóttir var með besta árangur kvenna í fjölþraut með 46.550 stig en karlamegin var það Valgarð Reinhardsson með 77.100 stig sem skilaði honum níunda sætinu ásamt Marchus Stenberg frá Svíþjóð. Upprunalega átti ísland fimm keppendur í úrslitum en þegar keppandi dróg sig úr keppni á svifrá bættist Martin Bjarni Guðmundsson í úrslit, íslenskir keppendur í úrslitum voru því sex talsins. Margrét Lea Kristinsdóttir með silfrið sitt.Skjámynd/Youtube Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita á hringjum og hafnaði í fjórða sæti. Martin Bjarni Guðmundsson kom inn sem varamaður á svifrá en hann endaði í sjötta sæti. Guðrún Edda Min Harðardóttir keppti á tvíslá og Valgarð Reinhardsson hafnaði í fjórða sæti á tvíslá. Kvennalandslið Íslands skipuðu þær Agnes Suto, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Kristín Sara Jónsdóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir. Karlalandslið Íslands skipuðu þeir Dagur Kári Ólafsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson. Fimleikar Íslendingar erlendis Wales Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Íslenska fimleikalandsliðin hafa lokið keppni á Norður Evrópumótinu í ár en íslenski hópurinn kom alls sex keppendum í úrslit á áhöldum og þau Margrét Lea Kristinsdóttir og Jónas Ingi Þórisson unnu bæði verðlaun á mótinu í ár. Jónas Ingi Þórisson vann brons.Skjámynd/Youtube Margrét Lea nældi sér í silfur í gólfæfingum með 12.550 stig en Jónas Ingi sótti sér brons í gólfæfingum með því að ná í 13.750 stig. Jónas Ingi keppti einnig til úrslita á stökki, þar sem hann hafnaði í sjötta sæti og á svifrá þar sem hann hafnaði í sjöunda sæti. Landsliðskonan Agnes Suto tók saman myndband með ferðasögu íslenska hópsins og má sjá hana hér fyrir neðan. Þar má sjá bæði myndir frá ferðalaginu sem og lífinu í Carfiff þessa daga sem mótið stóð yfir. Það er gaman að fá að skyggnast aðeins á bak við tjöldin í keppnisferð sem þessari. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rny78v56POU">watch on YouTube</a> Landsliðin okkar höfnuðu bæði í fimmta sæti, karlarnir enduðu rétt á eftir sænska landsliðinu og konurnar á eftir danska liðinu. Margrét Lea Kristinsdóttir var með besta árangur kvenna í fjölþraut með 46.550 stig en karlamegin var það Valgarð Reinhardsson með 77.100 stig sem skilaði honum níunda sætinu ásamt Marchus Stenberg frá Svíþjóð. Upprunalega átti ísland fimm keppendur í úrslitum en þegar keppandi dróg sig úr keppni á svifrá bættist Martin Bjarni Guðmundsson í úrslit, íslenskir keppendur í úrslitum voru því sex talsins. Margrét Lea Kristinsdóttir með silfrið sitt.Skjámynd/Youtube Jón Sigurður Gunnarsson keppti til úrslita á hringjum og hafnaði í fjórða sæti. Martin Bjarni Guðmundsson kom inn sem varamaður á svifrá en hann endaði í sjötta sæti. Guðrún Edda Min Harðardóttir keppti á tvíslá og Valgarð Reinhardsson hafnaði í fjórða sæti á tvíslá. Kvennalandslið Íslands skipuðu þær Agnes Suto, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Kristín Sara Jónsdóttir og Margrét Lea Kristinsdóttir. Karlalandslið Íslands skipuðu þeir Dagur Kári Ólafsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson.
Fimleikar Íslendingar erlendis Wales Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira