Enn glímir Jóhann við tónlistarrisana í dómsal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 21:36 Jóhann Helgason hefur staðið í ströngu gegn erlendum tónlistarrisum í um þrjú ár. Vísir/Rakel Ósk Munnlegur málflutningur í máli Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal hófst í Los Angeles í dag. Jóhann er vongóður um að í þetta skiptið hafi hann betur. Málið snýr að líkindum Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland og vill Jóhann meina að um lagastuld sé að ræða. Málinu var vísað frá dómstigi í Los Angeles á síðasta ári en bæði Jóhann og andstæðingar hans áfrýju málinu til áfrýjunardómstóls. Málflutningur lögmanna í málinu hófst klukkan 19 að íslenskum tíma en að sögn Jóhanns snýr krafa hans um að fá úrskurði dómara um að vísa málinu ekki til kviðdóms hnekkt. Andstæðingar hans krefjast þess hins vegar að fá úrskurði sama dómara um að vísa frá fimmtíu milljóna króna málskostnaðarkröfu á hendur Jóhanni hnekkt. Jóhann ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann segist vera ósáttur við ákvörðun dómarans sem tók ákvörðun um að vísa því frá á síðasta ári. „Það sem að við stefndum væri að þetta færi fyrir kviðdóm og að það myndi skera úr um þetta. Þessi eini dómari sem dæmdi í þessu upphaflega kom í veg fyrir að þetta færi fyrir kviðdóm,“ sagði hann. Þrír dómarar sitja í áfrýjunardómstólnum og fengu lögmenn beggja aðila fimmtán mínútur til að fara yfir helstu atriði þess. Dómararnir hafa þegar kynnt sér málið og fá þeir einnig tækifæri til þess að spyrja lögmennina nánari spurninga. Segir Jóhann að ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en eftir áramót. Fengið fyrirframgreiðslu á höfundarlaunum til að standa straum af kostnaði Hann telur að ekki hafi verið annað hægt en að láta reyna á málið fyrir dómstólum. „Það var búið að meta þetta hér í upphafi hjá STEF-i að tónskylt efni væri yfir 97 prósent. Það eru svo miklar tengingar hingað sko, það er svo margt í þessu að það var ekkert annað en að láta reyna á þetta. Svo er það alltaf happdrætti hvernig dómara þú lendir á. En við verðum að gera okkar besta í þessu, meira er ekki hægt að gera. Svo kemur bara niðurstaða og við verðum bara að taka henni,“ sagði Jóhann. Málið hefur þó óneitanlega haft kostnað í för með sér fyrir Jóhann. „Ég hef þurft að greiða ýmislegt, tónlistarmöt og hitt og þetta í kringum þetta. Ég hef fengið mjög góða fyrirgreiðslu. Hef fengið fyrirframgreidd höfundarlaun út af þessu sérstaka máli.“ Aðspurður hvað hann sæi fyrir sér að fá í hendurnar verði málið dæmt honum í vil mátti skilja á Jóhanni hann hafi ekki reiknað nákvæmlega út. Tugi milljóna eða hundruð? „Jájá, í svona máli eru það ákveðnar skaðabætur. Svo er til í dæminu að menn hafa samið um eitthvað en það var ekki aðalmálið. Það var ekki hægt annað en að láta á þetta reyna.“ Tónlist Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17 Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up. 5. október 2019 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Málið snýr að líkindum Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland og vill Jóhann meina að um lagastuld sé að ræða. Málinu var vísað frá dómstigi í Los Angeles á síðasta ári en bæði Jóhann og andstæðingar hans áfrýju málinu til áfrýjunardómstóls. Málflutningur lögmanna í málinu hófst klukkan 19 að íslenskum tíma en að sögn Jóhanns snýr krafa hans um að fá úrskurði dómara um að vísa málinu ekki til kviðdóms hnekkt. Andstæðingar hans krefjast þess hins vegar að fá úrskurði sama dómara um að vísa frá fimmtíu milljóna króna málskostnaðarkröfu á hendur Jóhanni hnekkt. Jóhann ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann segist vera ósáttur við ákvörðun dómarans sem tók ákvörðun um að vísa því frá á síðasta ári. „Það sem að við stefndum væri að þetta færi fyrir kviðdóm og að það myndi skera úr um þetta. Þessi eini dómari sem dæmdi í þessu upphaflega kom í veg fyrir að þetta færi fyrir kviðdóm,“ sagði hann. Þrír dómarar sitja í áfrýjunardómstólnum og fengu lögmenn beggja aðila fimmtán mínútur til að fara yfir helstu atriði þess. Dómararnir hafa þegar kynnt sér málið og fá þeir einnig tækifæri til þess að spyrja lögmennina nánari spurninga. Segir Jóhann að ekki sé reiknað með niðurstöðu fyrr en eftir áramót. Fengið fyrirframgreiðslu á höfundarlaunum til að standa straum af kostnaði Hann telur að ekki hafi verið annað hægt en að láta reyna á málið fyrir dómstólum. „Það var búið að meta þetta hér í upphafi hjá STEF-i að tónskylt efni væri yfir 97 prósent. Það eru svo miklar tengingar hingað sko, það er svo margt í þessu að það var ekkert annað en að láta reyna á þetta. Svo er það alltaf happdrætti hvernig dómara þú lendir á. En við verðum að gera okkar besta í þessu, meira er ekki hægt að gera. Svo kemur bara niðurstaða og við verðum bara að taka henni,“ sagði Jóhann. Málið hefur þó óneitanlega haft kostnað í för með sér fyrir Jóhann. „Ég hef þurft að greiða ýmislegt, tónlistarmöt og hitt og þetta í kringum þetta. Ég hef fengið mjög góða fyrirgreiðslu. Hef fengið fyrirframgreidd höfundarlaun út af þessu sérstaka máli.“ Aðspurður hvað hann sæi fyrir sér að fá í hendurnar verði málið dæmt honum í vil mátti skilja á Jóhanni hann hafi ekki reiknað nákvæmlega út. Tugi milljóna eða hundruð? „Jájá, í svona máli eru það ákveðnar skaðabætur. Svo er til í dæminu að menn hafa samið um eitthvað en það var ekki aðalmálið. Það var ekki hægt annað en að láta á þetta reyna.“
Tónlist Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Höfundarréttur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17 Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up. 5. október 2019 09:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05
Máli Jóhanns Helgasonar vísað frá Máli tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn tónlistarrisunum Warner og Universal var vísað frá dómi í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag. 6. apríl 2020 07:17
Vitni styðja Jóhann í dómsmálinu Lögmaður Jóhanns Helgasonar í málinu um hvort lagið You Raise Me Up sé stuldur á laginu Söknuði hefur lagt fyrir dómstólinn í Los Angeles skjöl með yfirlýsingum tiltekinna einstaklinga sem eiga að sýna fram á að Rolf Løvland hafi haft margvísleg tækifæri til að heyra lagið Söknuð áður en hann sendi frá sér You Raise Me Up. 5. október 2019 09:30