Erlent

Skólum lokað og byggingastarfsemi bönnuð vegna mengunar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikli mengun liggur nú yfir borginni.
Mikli mengun liggur nú yfir borginni. epa/Harish Tyagi

Yfirvöld í Delí, höfuðborg Indlands, hafa ákveðið að loka öllum skólum borgarinnar um óákveðinn tíma vegna gríðarlegrar mengunar sem hefur lagst yfir borgina.

Öll byggingarstarfsemi í borginni hefur einnig verið bönnuð fram til 21. nóvember hið minnsta og aðeins fimm kolaver borgarinnar fá að starfa áfram af þeim ellefu sem venjulega eru í gangi. 

Mengunin í borginni er nú langt yfir heilsuverndarmörkum og vonast menn til þess að þessar aðgerðir dragi úr menguninni umtalsvert. 

Delí er alla jafna mengaðasta höfuðborg heims en þar spila ýmsir þættir inn í; gríðarleg umferð, mikil iðnaðarstarfsemi og veðurfarslegar aðstæður. 

Ástandið er yfirleitt vers á veturna en þá bætist við reykur frá landbúnaðarhéruðum umhverfis borgina þar sem bændur brenna sinu á ræktarlandi sínu og flugeldamengun vegna Diwali, trúarhátíðar Hindúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×