Tuttugu þúsund manns fengið örvunarskammt í vikunni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Fjöldabólusetningar með örvunarskammti í Laugardalshöll hófust á mánudaginn. Vísir/Vilhelm Um það bil 20 þúsund manns fengu örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 í vikunni. Bólusetningarátak hófst síðastliðinn mánudag en átakið mun standa yfir í fjórar vikur þar sem 120 þúsund manns munu í heildina fá boð. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn í dag hafa gengið mjög vel en fjöldabólusetningar hefjast aftur í næstu viku. „Það hefur gengið ljómandi vel í dag. Það er svona svipuð þátttaka og verið hefur, sýnist mér, eða rúmlega sex þúsund manns og það voru níu þúsund boðaðir. Þannig þetta er svona sirka 66 eða 67 prósent mæting,“ segir Ragnheiður. Verði svipuð mæting á næstu vikum munu um 80 þúsund manns vera komnir með örvunarskammt þann 8. desember en vonir voru bundnar við að sá fjöldi yrði nær 100 til 110 þúsund. Allir þeir sem hafa þegar fengið boð geta þó mætt hvenær sem er til að fá sinn örvunarskammt. Ragnheiður ítrekar að þeir sem fengu boð í örvun í síðasta mánuði, mest megnis fólk eldri en 70 ára, eigi ekki að bíða eftir öðru boði heldur megi þeir mæta hvenær sem er. Komist fólk ekki á þeim dögum sem fjöldabólusetningar fara fram í Laugardalshöllinni getur það mætt á fimmtudögum og föstudögum næstu fjórar vikur þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar verða á vakt. Sama má segja um þá sem eru óbólusettir. Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. Næstkomandi mánudag verður lokið við að boða fólk sem fékk sinn seinni skammt af bóluefni fyrir sex mánuðum, mest megnis fólk eldri en 60 ára og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, og eftir því sem fram líða stundir mun það færast nær fimm mánuðum frá seinni sprautu. Ragnheiður segir alla vel í æfingu og að þau séu tilbúin til að takast á við næstu vikur. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Allir einhvern veginn kunna þetta, bæði gestirnir sem koma og starfsfólkið, og þá er svo mikil ró yfir þessu, allir vita einhvern veginn í hvað þeir eru að fara,“ segir Ragnheiður. Fimm til sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá því að fólk fékk seinni skammt þar til það getur fengið örvunarskammt. Hafi fólk fengið Covid telst það sem ein bólusetning og fær því fólk sem fékk Covid eftir tvær sprautur ekki örvun. Janssen fólk fær þó örvun, hafi það ekki fengið örvunarskammt í ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29 Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn í dag hafa gengið mjög vel en fjöldabólusetningar hefjast aftur í næstu viku. „Það hefur gengið ljómandi vel í dag. Það er svona svipuð þátttaka og verið hefur, sýnist mér, eða rúmlega sex þúsund manns og það voru níu þúsund boðaðir. Þannig þetta er svona sirka 66 eða 67 prósent mæting,“ segir Ragnheiður. Verði svipuð mæting á næstu vikum munu um 80 þúsund manns vera komnir með örvunarskammt þann 8. desember en vonir voru bundnar við að sá fjöldi yrði nær 100 til 110 þúsund. Allir þeir sem hafa þegar fengið boð geta þó mætt hvenær sem er til að fá sinn örvunarskammt. Ragnheiður ítrekar að þeir sem fengu boð í örvun í síðasta mánuði, mest megnis fólk eldri en 70 ára, eigi ekki að bíða eftir öðru boði heldur megi þeir mæta hvenær sem er. Komist fólk ekki á þeim dögum sem fjöldabólusetningar fara fram í Laugardalshöllinni getur það mætt á fimmtudögum og föstudögum næstu fjórar vikur þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar verða á vakt. Sama má segja um þá sem eru óbólusettir. Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. Næstkomandi mánudag verður lokið við að boða fólk sem fékk sinn seinni skammt af bóluefni fyrir sex mánuðum, mest megnis fólk eldri en 60 ára og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, og eftir því sem fram líða stundir mun það færast nær fimm mánuðum frá seinni sprautu. Ragnheiður segir alla vel í æfingu og að þau séu tilbúin til að takast á við næstu vikur. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Allir einhvern veginn kunna þetta, bæði gestirnir sem koma og starfsfólkið, og þá er svo mikil ró yfir þessu, allir vita einhvern veginn í hvað þeir eru að fara,“ segir Ragnheiður. Fimm til sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá því að fólk fékk seinni skammt þar til það getur fengið örvunarskammt. Hafi fólk fengið Covid telst það sem ein bólusetning og fær því fólk sem fékk Covid eftir tvær sprautur ekki örvun. Janssen fólk fær þó örvun, hafi það ekki fengið örvunarskammt í ágúst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29 Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29
Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56