Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2021 13:12 Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu. Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31