Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 08:15 Þannig vill til að gera á Skyway Park, þar sem áður var landfylling þar sem menn losuðu sig við mengaðan úrgang, að minningagarði um þá sem hafa látist úr Covid-19. Getty Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira