Enn einn ungi íslenski markvörðurinn að komast að hjá sterku liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Adam Ingi Benediktsson, lengst til hægri, bregður hér á leik fyrir leik sautján ára landsliðsins í úrslitakeppni EM á Írlandi 2019. Getty/Seb Daly Adam Ingi Benediktsson er nýjasti ungi íslenski markvörðurinn sem kemst að hjá atvinnumannafélagi í Evrópu. Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019. Sænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019.
Sænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira