Herra Hnetusmjör svarar Sigríði fullum hálsi: „Fyrrverandi ráðherra, höfum það á hreinu“ Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 11:16 Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra árið 2019. Árni Páll Árnason rappari rifjar það upp á samfélagsmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm - @saralinneth Herra Hnetusmjör gefur lítið fyrir gagnrýni Sigríðar Á. Andersen á ferðalög hans til útlanda. Hann skýtur föstum skotum á fyrrverandi ráðherrann - og hendir gaman að pólitískri fortíð Sigríðar á samfélagsmiðlum. Það vakti misjöfn viðbrögð síðasta vor þegar rapparinn Herra Hnetasmjör, skírnarnafni Árni Páll Árnason, hótaði íslenskum stjórnvöldum að teppa Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli ef frjálst flæði veirunnar yrði ekki heft með ráðstöfunum á landamærunum. Umræðan var eldfim á þeim tíma, stífar innanlandstakmarkanir gerðu landanum lífið leitt, enda bólusetningarhlutfallið mun lægra en nú. Sagt var frá því í gærkvöldi að Árni sjálfur væri nú staddur ásamt fjölskyldu sinni í Lundúnum. Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra deildi frétt af því á Twitter og skrifaði: „Altso... Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt.“ Altso… Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt. https://t.co/d5RbODykmu https://t.co/Mn2rFoBTC7 via @mblfrettir— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) November 19, 2021 Fréttastofa sló á þráðinn til Englands. Þarna gagnrýnir ráðherra, eða fyrrverandi ráðherra þig? „Fyrrverandi ráðherra, já, höfum það á hreinu. Það kom eitthvað babb í bátinn þarna,“ segir Árni. Já, babb í bátinn, þar vísar Árni til afsagnar Sigríðar í tengslum við Landsréttarmálið árið 2019. Rapparinn deilir einnig skjáskotum á Instagram með fréttum um Sigríði, þar sem fjallað er um að dómaraskipan hennar hafi á sínum tíma brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu - og þar með gert íslenska ríkið bótaskylt. Rapparinn birti tvö skjáskot af umfjöllun tengdri Landsréttarmálinu, og eina mynd af sjálfum sér með. Með færslunni skrifar hann „This u?“ sem á íslensku myndi útlistast sem „Ert þetta þú?“Instagram/@herrahnetusmjor „Mér finnst þetta bara fyndið. Mér finnst alveg eðlilegt að vera að ferðast þegar maður er fullbólusettur og fylgir öllum reglum,“ segir Árni. Staðan kannski breytt frá því þegar þú varst með aðrar kröfur í sambandi við landamærin? „Það er svona helsti munurinn,“ segir Árni. Þannig að þú gefur lítið fyrir þessa gagnrýni á þessari stundu? „Já, ég er ekki að taka þessi ummæli frá fyrrverandi ráðherra og fráfarandi þingmanni inn á mig,“ segir Árni, sem er staddur ásamt unnustu sinni Söru Linneth í Lundúnum. Í Englandi er rapparinn að fagna útskrift systur sinnar í Derby, sem er að útskrifast með meistaragráðu í afbrotafræði með áherslu á kynferðisbrot gegn börnum. Mjög epic beef, imo þá er þetta búið fyrir Siggu Andersen. Tók smálán og setti allt á Herra pic.twitter.com/CrepsCkWwp— Siffi (@SiffiG) November 20, 2021 Landsréttarmálið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. 16. apríl 2021 08:57 Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. 21. apríl 2021 17:19 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Það vakti misjöfn viðbrögð síðasta vor þegar rapparinn Herra Hnetasmjör, skírnarnafni Árni Páll Árnason, hótaði íslenskum stjórnvöldum að teppa Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli ef frjálst flæði veirunnar yrði ekki heft með ráðstöfunum á landamærunum. Umræðan var eldfim á þeim tíma, stífar innanlandstakmarkanir gerðu landanum lífið leitt, enda bólusetningarhlutfallið mun lægra en nú. Sagt var frá því í gærkvöldi að Árni sjálfur væri nú staddur ásamt fjölskyldu sinni í Lundúnum. Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra deildi frétt af því á Twitter og skrifaði: „Altso... Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt.“ Altso… Er þetta maðurinn sem vildi loka landamærum Íslands með ofbeldi? Fer núna úr eldrauðu Íslandi og hittir kannski fólk frá löndum þar sem nýgengi smita er mjög lágt. https://t.co/d5RbODykmu https://t.co/Mn2rFoBTC7 via @mblfrettir— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) November 19, 2021 Fréttastofa sló á þráðinn til Englands. Þarna gagnrýnir ráðherra, eða fyrrverandi ráðherra þig? „Fyrrverandi ráðherra, já, höfum það á hreinu. Það kom eitthvað babb í bátinn þarna,“ segir Árni. Já, babb í bátinn, þar vísar Árni til afsagnar Sigríðar í tengslum við Landsréttarmálið árið 2019. Rapparinn deilir einnig skjáskotum á Instagram með fréttum um Sigríði, þar sem fjallað er um að dómaraskipan hennar hafi á sínum tíma brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu - og þar með gert íslenska ríkið bótaskylt. Rapparinn birti tvö skjáskot af umfjöllun tengdri Landsréttarmálinu, og eina mynd af sjálfum sér með. Með færslunni skrifar hann „This u?“ sem á íslensku myndi útlistast sem „Ert þetta þú?“Instagram/@herrahnetusmjor „Mér finnst þetta bara fyndið. Mér finnst alveg eðlilegt að vera að ferðast þegar maður er fullbólusettur og fylgir öllum reglum,“ segir Árni. Staðan kannski breytt frá því þegar þú varst með aðrar kröfur í sambandi við landamærin? „Það er svona helsti munurinn,“ segir Árni. Þannig að þú gefur lítið fyrir þessa gagnrýni á þessari stundu? „Já, ég er ekki að taka þessi ummæli frá fyrrverandi ráðherra og fráfarandi þingmanni inn á mig,“ segir Árni, sem er staddur ásamt unnustu sinni Söru Linneth í Lundúnum. Í Englandi er rapparinn að fagna útskrift systur sinnar í Derby, sem er að útskrifast með meistaragráðu í afbrotafræði með áherslu á kynferðisbrot gegn börnum. Mjög epic beef, imo þá er þetta búið fyrir Siggu Andersen. Tók smálán og setti allt á Herra pic.twitter.com/CrepsCkWwp— Siffi (@SiffiG) November 20, 2021
Landsréttarmálið Tónlist Tengdar fréttir Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. 16. apríl 2021 08:57 Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. 21. apríl 2021 17:19 Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Herra Hnetusmjör hótar að teppa Reykjanesbrautina Herra Hnetusmjör rappari hótar að efna til mótmæla með því að stífla alla Reykjanesbrautina, ef tilslakanir á landamærunum leiða til þess að veiran stingi sér niður á Íslandi á nýjan leik. 16. apríl 2021 08:57
Hugmyndir Herra Hnetusmjörs „ógeðfelldar“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, gagnrýnir harðlega áform rapparans Herra Hnetusmjörs um að loka landamærunum í mótmælaskyni. 21. apríl 2021 17:19
Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30. september 2021 06:01