Ríkið sýknað í Geysismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 14:28 Ríkið komst að samkomulagi um kaup á svæðinu við landeigendur árið 2016. Árið 2019 lá matsgerð um verð fyrir landsvæðið fyrir, rúmur milljarður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði. Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins. Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins.
Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira