Auglýstu og voru komin með þrjátíu manna hóp eftir klukkustund Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 19:34 Vífill Ari er á meðal læknanema sem hefur skráð sig til leiks í úthringiveri Covid-göngudeildarinnar. Það veitir ekki af. Vísir Landspítalanum er sífellt stærri vandi á höndum við að manna störf og álagið er enn stigvaxandi vegna faraldursins. Í gær var gripið til nýs ráðs í úthringiveri Covid-göngudeilarinnar, sem bar undraverðan árangur. „Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
„Eins og hefur verið augljóst í fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að koma og taka þátt í hringingum, eðlilega, því það hefur verið kappsmál hjá spítalanum að halda starfsemi sem eðlilegastri þrátt fyrir aukið álag. Þannig að okkur datt í hug að leita til læknanema og við auglýstum eftir hópi klukkan þrjú á föstudegi og klukkutíma síðar voru mættir um 30 manns tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Hrafnhildur Linnet Runólfsdóttir, deildarlæknir á Covid-göngudeild. Fréttastofa kynnti sér starfsemi símaversins í dag, hitti nokkra læknanema en einnig heimilislækni á eftirlaunum: Fer beint í reynslubankann Það eru ekki gleðitíðindi sem læknar á eftirlaunum og læknanemar keppast nú við að flytja nýjustu Covid-sjúklingum landsins á vegum göngudeildarinnar. Mönnunarvandinn er alvarlegur og nú síðast lýsti heilbrigðisráðherra áhyggjum af því að neikvæð umræða um starfsaðstæður á Landspítala gæti beinlínis fælt heilbrigðismenntaða frá því að koma til starfa fyrir sjúkrahúsið. Sú umræða hefur greinilega ekki fengið á systkini sem fréttastofa ræddi við, sem voru ánægð að fá hlutastarf með frjálslega vinnutíma. „Þetta er bara mjög spennandi. Þetta fer beint í reynslubankann,“ segir Vífill Ari Hróðmarsson, 3. árs læknanemi. „Já, mér finnst þetta bara mjög gaman,“ segir Eygló Sóley Hróðmarsdóttir, 1. árs læknanemi og systir Vífils. Vífill, sem er kominn lengra í náminu, segir stemninguna á meðal skólasystkina sinna alls ekki þannig að þau vilji ekki vinna á spítalanum vegna aðstæðna þar, nema síður væri. „Þetta er bara frábært tækifæri að geta lagt sitt af mörkum í heimsfaraldri,“ segir Vífill og Eygló efast ekki um að foreldrar þeirra séu stoltir að sjá þau systkini stíga sín fyrstu skref í heilbrigðiskerfinu, enda bæði læknar. Atvinnurekenda að tryggja bólusetningu verkamanna Reynslumeiri læknir á svæðinu lýsir því að flestir viðmælenda hans séu Íslendingar en þeir sem veikist verst séu erlendir, óbólusettir verkamenn. „Eitt sem hefur komið í ljós er að atvinnurekendur eru að flytja inn fullt af erlendum verkamönnum sem eru óbólusettir. Mér finnst að það eigi að stoppa það af,“ segir Haraldur Óskar Tómasson, heimilislæknir sem er kominn á eftirlaun. Í hópi fjögurra bandarískra ferðamanna, bólusettra í bak og fyrir, hafi til dæmis þrír reynst einkennalausir með bráðsmitandi veiru. „Þannig að eins og dómsmálaráðherra og ferðamálaráðherra vilja, opna landið, ég veit ekki hvað hefði gerst ef þeir hefðu sloppið inn svona og ógreindir,“ segir Haraldur.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55 Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Sjá meira
Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20. nóvember 2021 15:55
Óttast að Landspítali virki fráhrindandi sem vinnustaður fyrir ungt fólk Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungu heilbrigðismenntuðu fólki. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. 20. nóvember 2021 14:00