„Þetta var hreinasta helvíti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Stöðugt fleiri stíga nú fram og segja frá ofbeldi sem þeir urðu fyrir sem börn af hálfu hjónanna Beverly og Einars Gíslasonar. Vísir/Minjasafnið á Akureyri Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. Fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi af háfu Einars Gíslasonar og eiginkonu hans Beverly Gíslason sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöðvar 2 í gær. Hjónin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979. Talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Karl Ómar Ársælsson var hjá hjónum sumarlangt árið 1972 þá tíu ára. Hann segist alltaf hafa velt fyrir sér hvers vegna hann var sendur á Hjalteyri því hann hafi alls ekki búið við erfiðar heimilisaðstæður eða átt við hegðunarvanda að stríða. „Séra Bragi Benediktsson sóknarprestur í Hafnarfirði talaði svo fallega um hjónin að ég lét tilleiðast að fara til þeirra en þegar maður kom svo á staðinn þá var þetta bara hreinasta helvíti,“ segir Karl. Hann tekur undir með þeim sem þegar hafa stigið fram og segir að ofbeldið á heimilinu hafi verið mikið. „Þú máttir ekki leifa mat, ef þú gerðir það varstu rassskeltur. Það var alveg sama hvað þú gerðir þú varst alltaf rassskelltur, hent inn í kompuna eða inn í rúm,“ segir Karl Ómar. Karl Ómar segist hafa sloppið við kynferðislegt ofbeldi en líkamlegt ofbeldi hafi verið mikið. „Ofbeldið var mjög gróft þarna, maður var oft dreginn á milli herbergja á eyrunum það var aðallega þessi Beverly sem gerði það og maður hafði ekki roð í hana,“ segir Karl. Hann á margar vondar minningar frá dvölinni. „Það var stúlka þarna sem var með ofnæmi fyrir hunangi en við fengum alltaf súrmjóllk og hunang í morgunmat. Þá var þessu bara troðið ofan í hana og henni hent fram að því loknu. Önnur stúlka sem var þarna um sex ára gömul átti til að pissa á sig og þá var henni refsað óskaplega fyrir það,“ segir Karl. Hann segir ótrúlegt að þau Einar og Beverly hafi áfram fengið að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Að barnaverndaryfirvöld skuli ekki hafa tekið á þessum málum er alveg óskiljanlegt. Því það komu fram athugasemdir við aðferðir hjónanna strax árið 1977,“ segir Karl. Foreldrar í Garðabæ áhyggjufullir Foreldrar sem voru með börn sín í dagvistun eða leikskóla í Garðabæ hafa í morgun verið í sambandi við fréttastofu og furðað sig á að hjónin hafi ekki verið stöðvuð þar sem frásagnir um ofbeldið hafi þegar verið komnar fram þegar þau hefja þar störf. Þó hefur eitt foreldri stigið fram og lýst sérstaklega yfir að þau Einar og Beverely hafi verið góðir dagforeldrar en þau hafi gætt barns viðkomandi á árunum 1997-2000. Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vistheimili Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi af háfu Einars Gíslasonar og eiginkonu hans Beverly Gíslason sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöðvar 2 í gær. Hjónin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979. Talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Karl Ómar Ársælsson var hjá hjónum sumarlangt árið 1972 þá tíu ára. Hann segist alltaf hafa velt fyrir sér hvers vegna hann var sendur á Hjalteyri því hann hafi alls ekki búið við erfiðar heimilisaðstæður eða átt við hegðunarvanda að stríða. „Séra Bragi Benediktsson sóknarprestur í Hafnarfirði talaði svo fallega um hjónin að ég lét tilleiðast að fara til þeirra en þegar maður kom svo á staðinn þá var þetta bara hreinasta helvíti,“ segir Karl. Hann tekur undir með þeim sem þegar hafa stigið fram og segir að ofbeldið á heimilinu hafi verið mikið. „Þú máttir ekki leifa mat, ef þú gerðir það varstu rassskeltur. Það var alveg sama hvað þú gerðir þú varst alltaf rassskelltur, hent inn í kompuna eða inn í rúm,“ segir Karl Ómar. Karl Ómar segist hafa sloppið við kynferðislegt ofbeldi en líkamlegt ofbeldi hafi verið mikið. „Ofbeldið var mjög gróft þarna, maður var oft dreginn á milli herbergja á eyrunum það var aðallega þessi Beverly sem gerði það og maður hafði ekki roð í hana,“ segir Karl. Hann á margar vondar minningar frá dvölinni. „Það var stúlka þarna sem var með ofnæmi fyrir hunangi en við fengum alltaf súrmjóllk og hunang í morgunmat. Þá var þessu bara troðið ofan í hana og henni hent fram að því loknu. Önnur stúlka sem var þarna um sex ára gömul átti til að pissa á sig og þá var henni refsað óskaplega fyrir það,“ segir Karl. Hann segir ótrúlegt að þau Einar og Beverly hafi áfram fengið að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Að barnaverndaryfirvöld skuli ekki hafa tekið á þessum málum er alveg óskiljanlegt. Því það komu fram athugasemdir við aðferðir hjónanna strax árið 1977,“ segir Karl. Foreldrar í Garðabæ áhyggjufullir Foreldrar sem voru með börn sín í dagvistun eða leikskóla í Garðabæ hafa í morgun verið í sambandi við fréttastofu og furðað sig á að hjónin hafi ekki verið stöðvuð þar sem frásagnir um ofbeldið hafi þegar verið komnar fram þegar þau hefja þar störf. Þó hefur eitt foreldri stigið fram og lýst sérstaklega yfir að þau Einar og Beverely hafi verið góðir dagforeldrar en þau hafi gætt barns viðkomandi á árunum 1997-2000.
Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vistheimili Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56