Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 21:30 Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni Hjalteyrarheimilisins eftir að fólk hefur stigið fram og greint frá gríðarlegu ofbeldi sem það varð fyrir af hálfu hjónanna. Vísir Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. Barnaverndarnefnd Akureyrar var meðal þeirra nefnda sem sendi börn á barnaheimilið á Hjalteyri á sínum tíma. Eftir að félagsmálastjóri bæjarins gerði miklar athugasemdir við starfshætti á heimilinu árið 1977 hætti nefndin hins vegar að senda börn þangað. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar segir að heimilið á Hjalteyri hafi ekki verið í forsjá Akureyrar. Hins vegar hafi barnaverndarnefnd bæjarins sent börn þangað. Aðspurð um hvort hún telji að yfirvöld eigi að rannsaka heimilið svarar hún: „Þetta mál er hörmulegt og hörmulegar lýsingar á málefnum barnanna sem þarna dvöldu. Félagsmálastjórinn hér gerði alvarlegar athugasemdir við starfsemina á sínum tíma sem varð til þess að heimilið hætti starfsemi. Ég tel hins vegar rétt að þetta mál verði rannsakað eftir það sem nú er komið fram,“ segir Ásthildur. Erfitt sé að segja á þessu stigi hver geti séð um slíka rannsókn. Bæjarstjóri Garðabæjar hefur einnig lýst yfir að hann ætli að láta rannsaka starfsemi hjónanna í Garðabæ en þau voru dagforeldrar og ráku leikskóla þar á árunum 1995-2015. Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Garðabær Akureyri Barnavernd Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Barnaverndarnefnd Akureyrar var meðal þeirra nefnda sem sendi börn á barnaheimilið á Hjalteyri á sínum tíma. Eftir að félagsmálastjóri bæjarins gerði miklar athugasemdir við starfshætti á heimilinu árið 1977 hætti nefndin hins vegar að senda börn þangað. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar segir að heimilið á Hjalteyri hafi ekki verið í forsjá Akureyrar. Hins vegar hafi barnaverndarnefnd bæjarins sent börn þangað. Aðspurð um hvort hún telji að yfirvöld eigi að rannsaka heimilið svarar hún: „Þetta mál er hörmulegt og hörmulegar lýsingar á málefnum barnanna sem þarna dvöldu. Félagsmálastjórinn hér gerði alvarlegar athugasemdir við starfsemina á sínum tíma sem varð til þess að heimilið hætti starfsemi. Ég tel hins vegar rétt að þetta mál verði rannsakað eftir það sem nú er komið fram,“ segir Ásthildur. Erfitt sé að segja á þessu stigi hver geti séð um slíka rannsókn. Bæjarstjóri Garðabæjar hefur einnig lýst yfir að hann ætli að láta rannsaka starfsemi hjónanna í Garðabæ en þau voru dagforeldrar og ráku leikskóla þar á árunum 1995-2015.
Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Garðabær Akureyri Barnavernd Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56
Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01