Fjör hjá Agnari í einangrun: „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 08:30 Agnar Smári Jónsson gerði sér ýmislegt til dægradvalar, lokaður inni heima hjá sér í einangrun, en verður frelsinu eflaust feginn í dag. Handknattleiksmaðurinn Agnar Smári Jónsson losnar úr einangrun í dag eftir að hafa smitast af Covid-19. „Þræleðlileg“ innslög hans úr einangruninni, í Seinni bylgjunni í gærkvöld, vöktu mikla kátínu. Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Agnar Smári hefur misst af síðustu leikjum Vals vegna smitsins og sást því ekki í klippunum sem sýndar voru í Seinni bylgjunni úr sigri Vals gegn Aftureldingu. Hann var engu að síður áberandi í þættinum því reglulega sendi þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson boltann heim til Agnars Smára til að komast að því hvað hann væri að bardúsa á lokakafla einangrunarinnar. „Þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert,“ sagði Agnar Smári í einu innslaginu, eftir að hafa gripið í rakvélina og farið í hársnyrtingu sem hann var á endanum ekkert sérstaklega stoltur af. Klippa: Seinni bylgjan - Agnar Smári í stuði í einangrun Agnar var einnig duglegur að taka dansspor, bæði í diskófötum og fáum fötum, skellti sér á þrekhjólið, skreytti svalirnar, og virtist skemmta sér hið besta þó að eflaust verði hann frelsinu feginn í dag. „Svo segir fólk að það sé leiðinlegt að lenda í sóttkví og einangrun…“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, annar af sérfræðingum þáttarins í gær. „Reyndar hafði ég smá áhyggjur þegar hann tók rakvél og fór að raka á sér hausinn. Svo tekur hann bara varalitinn næst og hríðskotabyssuna. Bara búinn að missa vitið,“ sagði Jóhann hlæjandi en skemmtilega samantekt með innslögum Agnars má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni