Þing kemur saman eftir óvenjulangt hlé Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2021 07:52 Willum Þór Þórsson gegnir hlutverki forseta Alþingis þessa dagana. Vísir/Vilhelm Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett. Þing hefur nú ekki komið saman í um 140 daga og er því um að ræða lengsta þinghlé í rúma þrjá áratugi. Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, mun prédika í guðsþjónustunni í Dómkirkjunni og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjóna fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Þá mun Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar, leika á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngja við athöfnina. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að að guðsþjónustu lokinni gangi forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. „Söngkonur úr Domus vox syngja við þingsetninguna, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 152. löggjafarþing og starfsaldursforseti Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, býður alþingismenn og ráðherra velkomna og minnist látins þingmanns og látins fyrrverandi ráðherra. Þá verður kosin kjörbréfanefnd. Þingsetningarfundi verður síðan frestað,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerðir Líkt og fram kemur verður kosin kjörbréfanefnd í dag. Þegar það liggur fyrir mun undirbúningskjörbréfanefndin, sem hefur verið að störfum síðustu vikurnar, birta greinargerðir sínar varðandi talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Í frétt í gær kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu verði tvær leiðir lagðar fyrir þingið. Fyrst þá að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra sextán, sem eru annað hvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Miklar líkur séu hins vegar á að sú tillaga verði felld en þá verði lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Þing hefur nú ekki komið saman í um 140 daga og er því um að ræða lengsta þinghlé í rúma þrjá áratugi. Séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, mun prédika í guðsþjónustunni í Dómkirkjunni og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjóna fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Þá mun Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar, leika á orgel og Kammerkór Dómkirkjunnar syngja við athöfnina. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis segir að að guðsþjónustu lokinni gangi forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. „Söngkonur úr Domus vox syngja við þingsetninguna, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 152. löggjafarþing og starfsaldursforseti Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, býður alþingismenn og ráðherra velkomna og minnist látins þingmanns og látins fyrrverandi ráðherra. Þá verður kosin kjörbréfanefnd. Þingsetningarfundi verður síðan frestað,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningskjörbréfanefnd birtir greinargerðir Líkt og fram kemur verður kosin kjörbréfanefnd í dag. Þegar það liggur fyrir mun undirbúningskjörbréfanefndin, sem hefur verið að störfum síðustu vikurnar, birta greinargerðir sínar varðandi talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fram fóru 25. september síðastliðinn. Í frétt í gær kom fram að samkvæmt heimildum fréttastofu verði tvær leiðir lagðar fyrir þingið. Fyrst þá að samþykkja kjörbréf allra þingmanna nema þeirra sextán, sem eru annað hvort þingmenn í Norðvesturkjördæmi eða jöfnunarþingmenn, því lokatölur í kjördæminu sem óvissan snýst um getur breytt öllum jöfnunarmannakaplinum á þingi. Miklar líkur séu hins vegar á að sú tillaga verði felld en þá verði lögð fyrir þingið tillaga um að samþykkja öll 63 kjörbréfin.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Allt of langt hlé og skaðlegt fyrir lýðræðið Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá áratugi tekur enda á morgun. Stjórnarandstöðuþingmenn óttast afleiðingar svo langs hlés fyrir lýðræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verkefni komandi þings - kjörbréfamálið. 22. nóvember 2021 22:01