Glæsilegt úrval af gjafavöru er að finna í Vogue fyrir heimlið svo jólagjafakaupin verða leikur einn.
Skandinavísk háklassahönnun
Vörurnar frá George Jensen eru skandinavísk hönnun í sinni fallegustu mynd og njóta mikilla vinsælda fyrir fágað og tímalaust yfirbragð. Þessi vandaða og stílhreina hönnun er afar falleg gjöf og í Vogue fyrir heimilið fæst öll hefðbundin gjafavara frá George Jensen. Þá njóta rúmföt frá George Jensen, viskustykki og önnur textílvara sérstaklega mikilla vinsælda.

Draumur matgæðingsins
Franska eldhúslínan Le Creuset hefur margsannað gildi sitt á tæplega hundrað ára sögu. Línan er úr emileruðu steypujárni í afar frískandi litum og þung og gerðarleg á eldavélinni. Þessir pottar eru lífstíðareign.

Vínglös sérfræðinganna
Á bak við hönnun vínglasanna frá Riedel eru mikil vísindi en glösin eru mismunandi í laginu eftir því hvaða þrúgur um ræðir. Af hverju? Formið á glasinu kemur víninu á réttan stað í munninum, eftir því hvaða bragðlauka á að virkja. Hönnuðir Riedel vilja meina að vín geti bragðast betur úr pappaglasi en röngu rauðvínsglasi! Línan inniheldur glös og karöflur.

Besti heimilisilmurinn?
Vanilla Black heimilisilmurinn hefur slegið svo rækilega í gegn að þeirri spurningu hefur verið kastað fram í Vogue fyrir heimilið hvort mögulega sé um besta ilm í heimi að ræða. Ilmurinn er afar falleg tækifærisgjöf, innflutningsgjöf eða jólagjöf.

Japönsk gæði í eldhúsið
Tamahagne hnífarnir eru hágæða hönnun frá Japan og handgerðir með aldagamalli aðferð úr þriggja laga eðalstáli. Hnífarnir eru með fallegu viðarskafti og flugbeittir. Þessir hnífar sóma sér vel í höndunum á öllum ástríðukokkum.

Litrík baðherbergislína
Zone Denmark línan fæst nánast eins og hún leggur sig í Vogue fyrir heimilið. Hönnunin er stílhrein, í fallegum litum og setur flottan svip á baðherbergið.
