Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 13:06 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur barist fyrir því að blóðtöku mera á Íslandi verði hætt. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. „Þetta eru gríðarlegir orðsporshnekkir fyrir okkur sem þjóð. Gríðarlegir. Við sjáum líka þarna í myndinni að forstjóri Ísteka reynir ekki bara að koma í veg fyrir að myndin sé birt, heldur er hann greinilega staddur á þessum sérstaka bæ þar sem myndin er aðallega tekin,“ segir Inga og talar þar um Arnþór Guðlaugson, forstjóra Ísteka. Ísteka er líftæknifyrirtæki sem ber ábyrgð á blóðtöku mera á Íslandi. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum og unnið úr því hormón sem síðan er notað til að auka frjósemi svína til manneldis. Óafsakanlegt „Við, íslenska samfélagið, höfum kostað milljörðum króna í landkynningu fyrir okkur og bjóða okkar gestum og ferðamönnum heim að sækja okkar fallega og hreina land, og fest sig ásýnd. Orðsporshnekkir sem koma núna fram eru bara óafsakanlegir. Þetta er ekkert sem við getum ekki lagt af og komið þá til móts við þá bændur sem eru góðir bændur og virkilega langar að vera í sveitinni sinni. Íslenska ríkið skal þá bara gjöra svo vel að aðstoða þá við að geta lifað af sínum bújörðum,“ segir Inga. Inga, fyrir hönd Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Pírata, lagði í mars fram frumvarp þar sem hún lagði til bann við blóðtöku mera hér á landi. Frumvarpið fékk hins vegar lítinn gaum á þingi. Inga telur að þar séu þrýstihópar og hagsmunaöfl að baki. Ekkert annað en dýraníð „Það eru miklir hagsmunir þarna undir og svona sterkir þrýstihópar sem hafa kannski getað haft áhrif, ætli það sé ekki meginástæðan. En hins vegar þá dregur þessi mynd raunveruleikann fram í dagsljósið – að minnsta kosti raunveruleikann hvað lítur að einhverjum sem stundar þennan svokallaða blóðmerabúskap.“ Hún ætlar að leggja fram nýtt frumvarp um leið og nýtt þing kemur saman. „Þetta er ekkert annað en dýraníð. Bara hroðalegt dýraníð. Þetta fer í algjöran forgang hjá okkur og ég er núna að leita eftir dýravinum á Alþingi Íslendinga sem vilja vera með okkur í málinu.“ Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Þetta eru gríðarlegir orðsporshnekkir fyrir okkur sem þjóð. Gríðarlegir. Við sjáum líka þarna í myndinni að forstjóri Ísteka reynir ekki bara að koma í veg fyrir að myndin sé birt, heldur er hann greinilega staddur á þessum sérstaka bæ þar sem myndin er aðallega tekin,“ segir Inga og talar þar um Arnþór Guðlaugson, forstjóra Ísteka. Ísteka er líftæknifyrirtæki sem ber ábyrgð á blóðtöku mera á Íslandi. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum og unnið úr því hormón sem síðan er notað til að auka frjósemi svína til manneldis. Óafsakanlegt „Við, íslenska samfélagið, höfum kostað milljörðum króna í landkynningu fyrir okkur og bjóða okkar gestum og ferðamönnum heim að sækja okkar fallega og hreina land, og fest sig ásýnd. Orðsporshnekkir sem koma núna fram eru bara óafsakanlegir. Þetta er ekkert sem við getum ekki lagt af og komið þá til móts við þá bændur sem eru góðir bændur og virkilega langar að vera í sveitinni sinni. Íslenska ríkið skal þá bara gjöra svo vel að aðstoða þá við að geta lifað af sínum bújörðum,“ segir Inga. Inga, fyrir hönd Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Pírata, lagði í mars fram frumvarp þar sem hún lagði til bann við blóðtöku mera hér á landi. Frumvarpið fékk hins vegar lítinn gaum á þingi. Inga telur að þar séu þrýstihópar og hagsmunaöfl að baki. Ekkert annað en dýraníð „Það eru miklir hagsmunir þarna undir og svona sterkir þrýstihópar sem hafa kannski getað haft áhrif, ætli það sé ekki meginástæðan. En hins vegar þá dregur þessi mynd raunveruleikann fram í dagsljósið – að minnsta kosti raunveruleikann hvað lítur að einhverjum sem stundar þennan svokallaða blóðmerabúskap.“ Hún ætlar að leggja fram nýtt frumvarp um leið og nýtt þing kemur saman. „Þetta er ekkert annað en dýraníð. Bara hroðalegt dýraníð. Þetta fer í algjöran forgang hjá okkur og ég er núna að leita eftir dýravinum á Alþingi Íslendinga sem vilja vera með okkur í málinu.“
Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira