Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir von á niðurstöðum á næstunni um vörn örvunarskammtsins. Vísir/Vilhelm Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira