Frá þessu var greint á Facebook síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða síðdegis í gær en þar segir að talsvert stór hópur hafi farið í sýnatöku í fyrradag og að ekki væru komnar niðurstöður úr öllum sýnum. Unnið sé að smitrakningu.
Ennfremur segir að smitin eru mjög víða í samfélaginu, margir komnir í sóttkví og fleiri geti bæst við. Vegna þessa hefur vettvangsstjórn almannavarna verið virkjuð á svæðinu. Viðbúið er að röskun verði á margvíslegri starfsemi í dag og næstu daga.
Patreksskóli verður til að mynda lokaður út vikuna vegna smita meðal starfsmanna og nemenda. Opið verður í sýnatöku í dag og eru allir íbúar með einkenni (þó þau séu lítil) eða tengsl við smitaða einstaklinga velkomnir. Sýnatakan verður í félagsheimilinu á Patreksfirði, gengið inn við norðvestur-enda hússins. Búið er að opna fyrir bókanir á Heilsuveru.
Vegna ástandsins hefur bólusetningu sem fram átti að fara í dag verið frestað um óákveðinn tíma og verður fólk boðað aftur.