Hreinsaður af sök um morð eftir 42 ár í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 08:09 Kevin Strickland var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa komið að morðum á þremur einstaklingum á heimili í Kansas-borg árið 1979. AP Karlmaður í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið hreinsaður af sök um morð og honum sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði verið látinn dúsa í 42 ár. Hinn 62 ára Kevin Strickland hafði verið ranglega sakfelldur vegna morða árið 1979 þegar hann var átján ára gamall. BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands. Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands.
Bandaríkin Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira