Veit fátt betra en rétt eldað andaconfit salat Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:58 Hrefna Rósa Sætran er byrjuð að undirbúa jólin. Aðsent Matreiðslumaðurinn, kráareigandinn, dýravinurinn, kraftlyftingakonan, jógakennarinn og fjallagarpurinn Hrefna Rósa Sætran er farin af stað við að undirbúa hátíðirnar heima fyrir og í vinnunni. Það er í mörg horn að líta hjá Hrefnu og í raun í enn fleiri horn en venjulega þar sem hún og eiginmaður hennar tóku ákvörðun snemma árs að fjölga í fjölskyldunni með því að fá sér French Bulldog hvolp sem ber nafnið Izzy. Hrefna sem hefur alla tíð verið annáluð kattakona er hæstánægð með viðbótina og segir tvö börn þeirra hjóna það líka og eins kettina sem fyrir voru á heimilinu. „Sambúðin gengur vonum framar og þó svo að það séu auðvitað viðbrigði fyrir alla að fá hund inn á heimilið náðum við öll að tengjast honum strax og finnst okkur eins og hann hafi alltaf verið partur af fjölskyldunni. Ég held að Izzy finnist það líka, allavega lætur hann eins og hann hafi átt húsið frá byggingu þess,“ segir Hrefna og hlær. Það er ekki bara heima fyrir sem verkefnin bíða Hrefnu daglega því hún á og rekur í félagi við aðra veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Svo eiga hún og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Björn Árnason, Skúla Craft bar sem Björn eða Bjössi eins og hann er kallaður rekur. Fiskmarkaðurinn var fyrsti veitingastaðurinn sem Hrefna opnaði en það var á því herrans ári 2007 og naut strax mikilla vinsælda. Grillmarkaðurinn var svo opnaður árið 2011 og hefur frá stofnun, líkt og Fiskmarkaðurinn, verið einn vinsælasti veitingastaður landsins. Einn mest pantaði réttur staðarins er Andasalatið sem samanstendur meðal annars af confit elduðum andalærum, spínati, mandarínum, myntu og koríander dressingu. Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt, nálgaðist Hrefnu fyrr á árinu og úr varð að Hrefna er nú gestakokkur Eldum rétt til 8. desember. Hún útbjó tvo matarpakka sem sem annars vegar inniheldur misomarineruð kjúklingalæri og hins vegar hið rómaða andasalat. Hægt er að panta andaconfit salat Hrefnu inni á heimasíðu Eldum rétt til miðnættis í dag en pakkarnir eru afhentir á mánudögum. Frá miðnætti og fram til miðnættis næsta miðvikudag verður svo hægt að panta misomarineraða kjúklingalærapakkann. Þá tekur andasalatspakkinn aftur við.Aðsent Hrefna segir þann rétt einmitt vera einn af sínum uppáhalds og þó svo að hún hafi gert hann í mörgum útgáfum, þá sé sú útgáfa sem hún býður viðskiptavinum sínum upp á og nú viðskiptavinum Eldum rétt að prófa að gera, sú sem hún sjálf er hvað mest svag fyrir og veit í raun fátt betra. „Það er einfalt og skemmtilegt að gera réttinn sem er auðvitað alltaf bónus en aðalbónusinn kemur auðvitað þegar sest er niður og hann borðaður því rétt eldað andaconfit salat er ljúffengt,“ segir Hrefna. Hér fyrir neðan má finna tvær uppskriftir frá Hrefnu Sætran fyrir hátíðarnar. Hrefna Sætran Jólakrumpur 20 - 22 kökur 1 bolli hveiti ½ bolli kakó 1 tsk lyftiduft ¾ bolli sykur ¼ bolli olía 2 egg 1 tsk vanilluduft eða dropar ¾ bolli hvítir súkkulaðidropar 1 bolli flórsykur Aðferð: Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti. Blandið saman sykri og olíu og þeytið saman í hrærivél þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum og vanillunni út í. Bætið svo hveitiblöndunni varlega saman við og loks hvítu súkkulaðidropunum. Búið til bolta úr deiginu, vefjið því í plastfilmu og kælið það í amkl 2 klst eða lengur. Hitið ofninn upp í 180°c. Gerið svo litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr flórsykrinum. Setjið þær svo á bökunarplötu og bakið í 10 mín. Hrefna Sætran Sítrusgrafinn lax 2 dl gróft salt 2 dl sykur 1 msk kóríander fræ 2 msk dill 1 stk rautt grape 1 stk lime 2 stk mandarínur Aðferð: Blandið saman saltinu og sykrinum. Merjið korianderfræin létt í morteli og bætið út í ásamt dillinu. Setjið 1/3 af blöndunni í fat og dreyfið vel úr því, leggið laxinn ofan á með roðhliðina niður. Setjið svo afganginn af saltblöndunni yfir. Skerið sítrusávextina í þunnar sneiðar og raðið yfir. Geymið inni í ískáp í 1-3 sólahringa. Fer eftir því hversu stórt laxaflakið er og hversu mikið grafið þú vilt hafa það. Ég er sjálf með þetta í 2 sólahringa núna í ár á frekar þykku flaki. Matur Salat Uppskriftir Kökur og tertur Lax Jól Tengdar fréttir „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. desember 2019 10:30 Ómótstæðilegt jólatriffli að hætti Hrefnu Sætran Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran deilir jólaeftirrétti með fylgjendum sínum á Facebook en um er að ræða piparköku, karamellu brownie og hvítsúkkulaðiostaköku triffli. 12. desember 2019 20:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá Hrefnu og í raun í enn fleiri horn en venjulega þar sem hún og eiginmaður hennar tóku ákvörðun snemma árs að fjölga í fjölskyldunni með því að fá sér French Bulldog hvolp sem ber nafnið Izzy. Hrefna sem hefur alla tíð verið annáluð kattakona er hæstánægð með viðbótina og segir tvö börn þeirra hjóna það líka og eins kettina sem fyrir voru á heimilinu. „Sambúðin gengur vonum framar og þó svo að það séu auðvitað viðbrigði fyrir alla að fá hund inn á heimilið náðum við öll að tengjast honum strax og finnst okkur eins og hann hafi alltaf verið partur af fjölskyldunni. Ég held að Izzy finnist það líka, allavega lætur hann eins og hann hafi átt húsið frá byggingu þess,“ segir Hrefna og hlær. Það er ekki bara heima fyrir sem verkefnin bíða Hrefnu daglega því hún á og rekur í félagi við aðra veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Svo eiga hún og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Björn Árnason, Skúla Craft bar sem Björn eða Bjössi eins og hann er kallaður rekur. Fiskmarkaðurinn var fyrsti veitingastaðurinn sem Hrefna opnaði en það var á því herrans ári 2007 og naut strax mikilla vinsælda. Grillmarkaðurinn var svo opnaður árið 2011 og hefur frá stofnun, líkt og Fiskmarkaðurinn, verið einn vinsælasti veitingastaður landsins. Einn mest pantaði réttur staðarins er Andasalatið sem samanstendur meðal annars af confit elduðum andalærum, spínati, mandarínum, myntu og koríander dressingu. Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt, nálgaðist Hrefnu fyrr á árinu og úr varð að Hrefna er nú gestakokkur Eldum rétt til 8. desember. Hún útbjó tvo matarpakka sem sem annars vegar inniheldur misomarineruð kjúklingalæri og hins vegar hið rómaða andasalat. Hægt er að panta andaconfit salat Hrefnu inni á heimasíðu Eldum rétt til miðnættis í dag en pakkarnir eru afhentir á mánudögum. Frá miðnætti og fram til miðnættis næsta miðvikudag verður svo hægt að panta misomarineraða kjúklingalærapakkann. Þá tekur andasalatspakkinn aftur við.Aðsent Hrefna segir þann rétt einmitt vera einn af sínum uppáhalds og þó svo að hún hafi gert hann í mörgum útgáfum, þá sé sú útgáfa sem hún býður viðskiptavinum sínum upp á og nú viðskiptavinum Eldum rétt að prófa að gera, sú sem hún sjálf er hvað mest svag fyrir og veit í raun fátt betra. „Það er einfalt og skemmtilegt að gera réttinn sem er auðvitað alltaf bónus en aðalbónusinn kemur auðvitað þegar sest er niður og hann borðaður því rétt eldað andaconfit salat er ljúffengt,“ segir Hrefna. Hér fyrir neðan má finna tvær uppskriftir frá Hrefnu Sætran fyrir hátíðarnar. Hrefna Sætran Jólakrumpur 20 - 22 kökur 1 bolli hveiti ½ bolli kakó 1 tsk lyftiduft ¾ bolli sykur ¼ bolli olía 2 egg 1 tsk vanilluduft eða dropar ¾ bolli hvítir súkkulaðidropar 1 bolli flórsykur Aðferð: Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti. Blandið saman sykri og olíu og þeytið saman í hrærivél þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum og vanillunni út í. Bætið svo hveitiblöndunni varlega saman við og loks hvítu súkkulaðidropunum. Búið til bolta úr deiginu, vefjið því í plastfilmu og kælið það í amkl 2 klst eða lengur. Hitið ofninn upp í 180°c. Gerið svo litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr flórsykrinum. Setjið þær svo á bökunarplötu og bakið í 10 mín. Hrefna Sætran Sítrusgrafinn lax 2 dl gróft salt 2 dl sykur 1 msk kóríander fræ 2 msk dill 1 stk rautt grape 1 stk lime 2 stk mandarínur Aðferð: Blandið saman saltinu og sykrinum. Merjið korianderfræin létt í morteli og bætið út í ásamt dillinu. Setjið 1/3 af blöndunni í fat og dreyfið vel úr því, leggið laxinn ofan á með roðhliðina niður. Setjið svo afganginn af saltblöndunni yfir. Skerið sítrusávextina í þunnar sneiðar og raðið yfir. Geymið inni í ískáp í 1-3 sólahringa. Fer eftir því hversu stórt laxaflakið er og hversu mikið grafið þú vilt hafa það. Ég er sjálf með þetta í 2 sólahringa núna í ár á frekar þykku flaki.
Matur Salat Uppskriftir Kökur og tertur Lax Jól Tengdar fréttir „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. desember 2019 10:30 Ómótstæðilegt jólatriffli að hætti Hrefnu Sætran Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran deilir jólaeftirrétti með fylgjendum sínum á Facebook en um er að ræða piparköku, karamellu brownie og hvítsúkkulaðiostaköku triffli. 12. desember 2019 20:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00
Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. desember 2019 10:30
Ómótstæðilegt jólatriffli að hætti Hrefnu Sætran Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran deilir jólaeftirrétti með fylgjendum sínum á Facebook en um er að ræða piparköku, karamellu brownie og hvítsúkkulaðiostaköku triffli. 12. desember 2019 20:00