Glitský gleðja höfuðborgarbúa Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2021 10:06 Glitský yfir Hengilsvæðinu séð frá Reykjavík um klukkan 9:30 föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021. Vísir/Vilhelm Nokkur litskrúðug glitský sáust á austurhimni frá höfuðborginni í morgun. Ský af þessu tagi sjást helst um miðjan vetur við sólarupprás eða sólsetur. Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Sjá meira
Skýin voru greinileg á annars heiðum morgunhimninum í átt að Hengilsvæðinu. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði myndunum sem fylgja fréttinni um klukkan hálf tíu í morgun. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu í um fimmtán til þrjátíu kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar þegar hitastigið er um eða undir -70 til -90°C. Þau eru úr ískristöllum og sjást helst um miðjan vetur þegar sólin er við það að koma upp yfir sjóndeildarhringinn eða er nýfarin niður fyrir hann. Skýin eru litrík og greinileg á lofti því þau eru jafnan böðuð sólarljósi jafnvel þó að rökkvað eða aldimmt sé við jörð, að því er segir í grein um glitský á vef Veðurstofu Íslands. Litadýrðin skýrist af ískristöllunum sem beygja sólarljósið. Ólíkar bylgjulengdir ljóss beygjast mismikið. Sem dæmi er nefnt að blátt ljós beygist meira en rautt og því sjást litirnir hvor á sínum hluta glitskýs. Oft eru glitský hvít í miðjunni en jaðrarnir gulir, rauðir, grænir og bláir. Rauðir, gulir og grænir flekkir geta einnig myndast vegna þess að litirnir eru háðir stærðardreifingu agna í skýjunum. Enn meira áberandi glitský sáust yfir höfuðborgarsvæðinu 28. desember í fyrra sem vöktu mikla athygli borgarbúa. Glitský yfir Reykjavík föstudagsmorguninn 26. nóvember 2021.Vísir/Vilhelm
Veður Tengdar fréttir Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Sjá meira
Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. 28. desember 2020 13:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent