Allt sem þú vissir ekki um sóknargjöld Siggeir F. Ævarsson skrifar 27. nóvember 2021 08:00 Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll. Staðreyndir málsins eru ekkert sérstaklega flóknar en eiga það til að skolast töluvert til. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar til að kjarna málið í sem allra stystu máli: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld. Sóknargjöld eru einfaldlega framlög úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur greiða, óháð trúfélagsaðild og óháð tekjum. Háskólinn fær ekki sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Því fyrirkomulagi var breytt árið 2009. Þetta er sennilega lífsseigasta mýtan í þessari umræðu. Sóknargjöld eru ekki innheimt sérstaklega. Það er enginn reitur á álagningarseðlinum þínum sem heitir „sóknargjöld“, líkt og t.a.m. „Útvarpsgjald“ eða „Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra“. Fyrir þá sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga reiknast einfaldlega engin sóknargjöld. Þó þú standir utan trúfélaga greiðir þú samt jafn mikið í skatt og áður og greiðir í raun fyrir sóknargjöldin í gegnum skattkerfið. Félögin sem fá sóknargjöld í sinn hlut ráða engu um upphæð þeirra. Hún er alfarið ákveðin af Alþingi. Sóknargjöld greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Ríkið greiðir þau sérstaklega en þjóðkirkjan fær tæpa 4 milljarða í framlög frá ríkinu, óháð sóknargjöldum, í krafti kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða. Hver og einn einstaklingur ræður hvert ríkið greiðir fyrir hann sóknargjöld. Hægt er að breyta því vali hvenær sem er á vefsíðu Þjóðskrár. Hér áður fyrr voru allir skráðir sjálfkrafa í sama trúfélag og mæður þeirra. Stór hluti þjóðarinnar er því skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag án þess að hafa nokkurn tímann verið spurður hvort þau hafi einhvern áhuga á að tilheyra þessum félögum. Sóknargjaldakerfið eins og það er í dag er augljóslega tímaskekkja og arfur frá þeirri tíð þegar allir tilheyrðu þjóðkirkjunni en innheimta sóknargjalda var sóknunum erfið. Trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu einfaldlega að sjá sjálf um að innheimta sín félagsgjöld sjálf og á þann hátt sem þeim hentar best. Raunveruleikinn er aftur á móti sá að þetta er kerfið og lagaumhverfið sem ríkið hefur skapað félögunum og á meðan það er við lýði hvet ég landsmenn alla til að taka meðvitaða ákvörðun um það hvert ríkið greiðir þeirra sóknargjöld. Það er hægt að athuga málið á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is, en skráningin eins og hún stendur 1. desember næstkomandi ræður því hvert þín sóknargjöld renna 2022. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll. Staðreyndir málsins eru ekkert sérstaklega flóknar en eiga það til að skolast töluvert til. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar til að kjarna málið í sem allra stystu máli: Sóknargjöld eru ekki félagsgjöld. Sóknargjöld eru einfaldlega framlög úr ríkissjóði, sem allir skattgreiðendur greiða, óháð trúfélagsaðild og óháð tekjum. Háskólinn fær ekki sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Því fyrirkomulagi var breytt árið 2009. Þetta er sennilega lífsseigasta mýtan í þessari umræðu. Sóknargjöld eru ekki innheimt sérstaklega. Það er enginn reitur á álagningarseðlinum þínum sem heitir „sóknargjöld“, líkt og t.a.m. „Útvarpsgjald“ eða „Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra“. Fyrir þá sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga reiknast einfaldlega engin sóknargjöld. Þó þú standir utan trúfélaga greiðir þú samt jafn mikið í skatt og áður og greiðir í raun fyrir sóknargjöldin í gegnum skattkerfið. Félögin sem fá sóknargjöld í sinn hlut ráða engu um upphæð þeirra. Hún er alfarið ákveðin af Alþingi. Sóknargjöld greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Ríkið greiðir þau sérstaklega en þjóðkirkjan fær tæpa 4 milljarða í framlög frá ríkinu, óháð sóknargjöldum, í krafti kirkjujarðasamkomulagsins svokallaða. Hver og einn einstaklingur ræður hvert ríkið greiðir fyrir hann sóknargjöld. Hægt er að breyta því vali hvenær sem er á vefsíðu Þjóðskrár. Hér áður fyrr voru allir skráðir sjálfkrafa í sama trúfélag og mæður þeirra. Stór hluti þjóðarinnar er því skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag án þess að hafa nokkurn tímann verið spurður hvort þau hafi einhvern áhuga á að tilheyra þessum félögum. Sóknargjaldakerfið eins og það er í dag er augljóslega tímaskekkja og arfur frá þeirri tíð þegar allir tilheyrðu þjóðkirkjunni en innheimta sóknargjalda var sóknunum erfið. Trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu einfaldlega að sjá sjálf um að innheimta sín félagsgjöld sjálf og á þann hátt sem þeim hentar best. Raunveruleikinn er aftur á móti sá að þetta er kerfið og lagaumhverfið sem ríkið hefur skapað félögunum og á meðan það er við lýði hvet ég landsmenn alla til að taka meðvitaða ákvörðun um það hvert ríkið greiðir þeirra sóknargjöld. Það er hægt að athuga málið á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is, en skráningin eins og hún stendur 1. desember næstkomandi ræður því hvert þín sóknargjöld renna 2022. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun