Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 15:48 Búið er að ráðleggja fólki ekki að ferðast til svokallaðra hááhættusvæða, sem eru í sunnanverðri Afríku. Vísir/Vilhelm Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. „Þetta gildir um alla sem dvalið hafa á hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki eða með sögu um fyrri sýkingu af Covid-19,“ segir í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Til hááhættusvæða teljast Botsvana, Esvatíní, Lesótó, Mósambík, Namibía, Simbabve og Suður-Afríka. Sóttvarnalæknir hefur einnig gefið út tilmæli þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast ekki til þessara landa, óháð bólusetningarstöðu eða sögu um fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Reglurnar, sem finna má hér, taka gildi frá og með 28. nóvember (á morgun). Þar að auki má sjá minnisblað sóttvarnalæknis hér. Forskráning: Skylt er að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna til landsins þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og hvar hann mun dvelja í sóttkví á Íslandi. Forskráning fer fram á vefnum covid.is. Covid-próf fyrir byrðingu: Við byrðingu erlendis ber að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi, annað hvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðprófi) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þau sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu eru undanþegin þessari skyldu, einnig börn fædd 2016 og síðar og sömuleiðis fólk sem er búsett á Íslandi eða hefur hér tengslanet. Við komuna til Íslands: Allir sem koma frá hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og óháð aldri, fara í PCR-próf við komuna til landsins og dvelja svo í fimm daga í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis er talin hætta á því að Ómíkron; hið nýja afbrigði kórónaveirunnar, sé meira smitandi en delta-afbrigði veirunnar, valdi hugsanlega alvarlegri sýkingu og að bóluefni sem gefin hafa verið veiti ekki jafnmikla vörn fyrir þessu stökkbreytta afbrigði veirunnar og öðrum þekktum afbrigðum. Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur því hvatt aðildarþjóðir til að bregðast við með framangreindum aðgerðum meðan verið er að kanna betur eiginleika veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. 27. nóvember 2021 13:31 Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
„Þetta gildir um alla sem dvalið hafa á hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki eða með sögu um fyrri sýkingu af Covid-19,“ segir í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Til hááhættusvæða teljast Botsvana, Esvatíní, Lesótó, Mósambík, Namibía, Simbabve og Suður-Afríka. Sóttvarnalæknir hefur einnig gefið út tilmæli þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast ekki til þessara landa, óháð bólusetningarstöðu eða sögu um fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Reglurnar, sem finna má hér, taka gildi frá og með 28. nóvember (á morgun). Þar að auki má sjá minnisblað sóttvarnalæknis hér. Forskráning: Skylt er að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna til landsins þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og hvar hann mun dvelja í sóttkví á Íslandi. Forskráning fer fram á vefnum covid.is. Covid-próf fyrir byrðingu: Við byrðingu erlendis ber að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi, annað hvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðprófi) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þau sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu eru undanþegin þessari skyldu, einnig börn fædd 2016 og síðar og sömuleiðis fólk sem er búsett á Íslandi eða hefur hér tengslanet. Við komuna til Íslands: Allir sem koma frá hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og óháð aldri, fara í PCR-próf við komuna til landsins og dvelja svo í fimm daga í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis er talin hætta á því að Ómíkron; hið nýja afbrigði kórónaveirunnar, sé meira smitandi en delta-afbrigði veirunnar, valdi hugsanlega alvarlegri sýkingu og að bóluefni sem gefin hafa verið veiti ekki jafnmikla vörn fyrir þessu stökkbreytta afbrigði veirunnar og öðrum þekktum afbrigðum. Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur því hvatt aðildarþjóðir til að bregðast við með framangreindum aðgerðum meðan verið er að kanna betur eiginleika veirunnar.
Forskráning: Skylt er að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna til landsins þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og hvar hann mun dvelja í sóttkví á Íslandi. Forskráning fer fram á vefnum covid.is. Covid-próf fyrir byrðingu: Við byrðingu erlendis ber að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi, annað hvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðprófi) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þau sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu eru undanþegin þessari skyldu, einnig börn fædd 2016 og síðar og sömuleiðis fólk sem er búsett á Íslandi eða hefur hér tengslanet. Við komuna til Íslands: Allir sem koma frá hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og óháð aldri, fara í PCR-próf við komuna til landsins og dvelja svo í fimm daga í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis er talin hætta á því að Ómíkron; hið nýja afbrigði kórónaveirunnar, sé meira smitandi en delta-afbrigði veirunnar, valdi hugsanlega alvarlegri sýkingu og að bóluefni sem gefin hafa verið veiti ekki jafnmikla vörn fyrir þessu stökkbreytta afbrigði veirunnar og öðrum þekktum afbrigðum. Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur því hvatt aðildarþjóðir til að bregðast við með framangreindum aðgerðum meðan verið er að kanna betur eiginleika veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. 27. nóvember 2021 13:31 Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. 27. nóvember 2021 13:31
Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50
Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20
Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07