Ancelotti: Markið hans Vinicius Junior sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 15:31 Vinicius Junior fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid á móti Sevilla í gær. AP/Manu Fernandez Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var heldur betur sáttur með brasilíska framherjann Vinicius Junior eftir dramatískan 2-1 sigur Real Madrid í toppslag á móti Sevilla í gær. Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Sjá meira
Vinicius skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með frábæru marki en Real Madrid liðið lenti undir í leiknum. So, Ancelotti had a lot to say about Vinícius in his post-match press conference tonight. All his quotes are right here. https://t.co/Bv8GVPLp0G— Managing Madrid (@managingmadrid) November 29, 2021 Þetta var níunda deildarmark Vinicius á leiktíðinni en Karim Benzema hafði áður jafnað metin. Saman hafa þeir tveir farið á kostum og eru komnir með samtals tuttugu mörk. Vinicius Junior er enn bara 21 árs gamall og hann sýndi afburðar hæfileika í sigurmarkinu. Hann fékk boltann út á vinstri kanti, tók boltann niður á kassann, keyrði inn á völlinn og lét síðan vaða með frábæru óverjandi hægri fótar skoti framhjá Bono í marki Sevilla. „Stórkostlegt mark,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það sem hefur komið mér mest á óvart með Vinicius eru gæði hans í markaskorun. Það kemur ekki á óvart að hann hafi mikla einstaklingshæfileika. Ég vissi að hann væri góður í rekja boltann, í stöðunni einn á móti einum og með mikinn hraða en hann hefur komið öllum á óvart með því hvað hann getur nú skorað mikið af mörkum,“ sagði Ancelotti. Vinícius Júnior (21 anos) entre os brasileiros das TOP 5 ligas europeias na temporada 21/22:1° em gols (11)1° em participações em gols (16)1° em passes decisivos (37)1° em dribles (59)1° em pênaltis sofridos (2)1° em pontaria no chute (72%)1° em Nota SofaScore (7.47) pic.twitter.com/24hgyy7skK— SofaScore Brazil (@SofaScoreBR) November 28, 2021 „Vinicius sýndi í dag gæði sem hann hefur að ég held aldrei sýnt áður. Þetta var enn eitt skref hans í átt að því að verða sá besti í heimi. Markið hans sýnir að hann getur orðið sá besti í heimi. Það mikilvægasta er að hann sé einbeittur á það að vera skilvirkur. Þegar tækifærið kemur þá verður þú að nýta það,“ sagði Ancelotti. Vinicius Junior er fæddur í júlí 2000 en hann hefur verið hjá Real Madrid frá árinu 2018. Hann skoraði bara 3 mörk í 35 deildarleikjum í fyrra en er kominn með 9 mörk í 14 leikjum á þessu tímabili. Karim Benzema and Vinicius Junior have scored 20 league goals between them this season Real Madrid are now four points clear at the top of La Liga pic.twitter.com/BwEmxAjAZd— GOAL (@goal) November 28, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Leik lokið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Sjá meira