Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 22:07 Um þarsíðustu helgi kom upp tilfelli þar sem eigendur slasaðs smáhunds náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna. Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún. Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún.
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira