Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 15:09 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir fullreynt með núverandi fyrirkomulag og stjórn leikskólamála. Nauðsynlegt sé að setja málaflokkinn í forgang. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira